Er óperan dauð?

Nei, ekki svo lengi sem áhorfendur mætta á sýningar. Ég sat í 25 stiga hita á einu stærsta torgi londonaborgar og horfði á La travaita eftir Verdi á stórum skjá frá í beinni útsendingu frá konunglegu óperunni. Torgið var fullt tíu þúsund manns, sem og hin 14 torgin sem sent var út til einnig. Áhorfendur voru flestir á mínum aldri þó nokkrir gráir kollar hafi sést inn á milli. Fólkið naut blíðunar, flutningsins og þess að geta leggið á torginu í lautarferðar stemmningu með nesti og flösku. Þetta var frábær stund og sannaði svo sannarlega að fólk kann að meta afþreyingu sem vandað er til og skiptir engu þó vínið sé gamalt á gömlum belgjum. Fegurðin er svo sterk í verkinu að enginn getur ósnortinn setið eftir flutninginn. Óperan er vissulega gömul listgrein og margir segja stöðnuð. En svo er ekki, óperan er enn að þróast og er lifandi. En markaðurinn, áhorfendur kalla samt reglulega á klassískar uppfærslur af klassískum verkum. Óperan er partur af okkar menningu, að horfa á góða vel flutta óperu er eins og fara á listasafn og sjá verk gömlu meistarana. Ekkert skrettur upp af engu, sú list sem við búum að í dag er vegna þórunar sem átt hefur sér stað í hundruð ára. Og þessa sögu ber að virða og halda á lofti. Myndi einhver segja að Mona Lisa væri barn síns tíma og mætti missa sig, málverkið væri dautt, bæ bæ. Nei líklega ekki. Óperan er ekki fullkomin og áhorfendur gera miklu meiri kröfur um góðan og sannfærandi leik. Það er eitthvað sem vissulega hefur verið að þróast nær leikhúsinu, s.s leikurinn hefur vegið meira í túlkun. En óperuleikstjórar verða samt að leggja meiri áherslu á þann þátt og vinna sína vinnu betur. En töfrar þessa list forms eru enn til staðar og virka enn. Það sá ég í kvöld, óperan er lifandi.

La Traviata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óperan mun aldrei deyja! Þetta er hið fullkomna tjáningaform, þú færð allar tilfinningar og svo leikin dansinn og söngin.. algjörlega fullkomið

en takk enn og aftur fyrir þessa fáu daga á Íslandi, þetta var frábær skemmtun. Við Huginn erum núna í blíðunni á Egilsstöðum og amma gamla stjanar við okkur eins og kóngafólk :)

Hafðu það gott og ég bið að heilsa Jude Law næst þegar þú hittir hann

bestu kv.

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nákvæmlega og takk sömuleiðis það var gaman að geta átt svona góða stund saman ;) Njótið ykkar á egs, bið að heilsa í bæinn :)

Unnar Geir Unnarsson, 3.7.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.