Edinborg

Jæja,

Þá er löngum og ströngum kafla lokið. Ég hef oft skrifað hér að það hafi verið mikið að gera, en ég held að aldrei hafi eins mikið verið að gera. Ég var að leikstýra Gilitrutt, sjá um ljósin og var yfirsviðsmaður fyrir bæði sviðinn og lék tvo hlutverk í Kákasus hringnum. Þessi störf voru kannski ekki öll stór eða tóku mikinn tíma en það þurfti samt að gera þau.  Svo dagana fyrir edinborg var lítið sofið en mikið unnið. Svo keyrði ég sendibílinn í félagi við annan nemenda upp til edinborgar, akstur sem tekur 8-9 tíma sama kvöld var svo tæknirennsli á Kákasushringnum og morguninn eftir tæknirennsli á ævintýrasýningunum. Þann sama dag frumsýndum við Kákasushringinn. Sýningin gekk illa það kvöld og fengum við slæma dóma aðeins eina stjörnu frá Broadway baby. En kvöldið eftir gekk betur og kvöldið þar eftir en betur. Þar til við unnun okkur upp í 4 stjörnur frá 3weeks. Þannig þetta gekk allt og var heljarinnar reynsla. Gilitrutt og félagar í ævintýrasýningunni fékk 3 stjörnur frá einhverjum gagnrýni og uppskar bæði grátur og hlátur frá áhorfendum. Á daginn sýndum við svo dansana úr verkinu á götusviðum í miðborginni og seinni partinn dreifðum við pésum til að kynna sýninguna. Þannig við vorum að allan daginn. Ég náði samt að sjá 9 aðrar sýningar bæði slæmar og lélegar, nei nei nokkrar voru mjög fínar. Ég náði ekki að sjá mikið af edinborg en það sem ég sá var falleg, mjög sjarmerandi borg.

Við vorum svo að eftirbrenna vinnuna og ég fékk að heyra að ég væri hrokagikkur og skaphundur, eitthvað sem ég þarf að vinna í. En annars er ég góður leikari og söngvari og auðvelt fyrir leikstjórann að vinna með mér, en ekki eins auðvelt að leika með mér. Svo núna er ég svolítið týndur, veit ekki alveg hvað ég á að hugsa. En ætla bara að leyfa þessu að veltast um í hausnum á mér.

Þannig var nú það.

Segi betur frá einstaka þáttum seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll:)

Ída Björg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Blessuð ;)

Unnar Geir Unnarsson, 7.9.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband