Skondin veröld

Tæplega sextugur Brasilíumaður olli uppnámi þegar hann mætti sprelllifandi í eigin útför.

Að sögn brasilískra fjölmiðla höfðu ættingjar múrarans Ademir Jorge Goncalves fullyrt að lík manns, sem fórst í bílslysi í Paranafylki daginn áður væri af honum.  

Raunar var erfitt að bera kennsl á líkið þar sem það var illa farið. Móðir Ademirs og fleiri ættingjar voru raunar í nokkrum vafa en frænka hans og fjórir vinir voru alveg vissir í sinni sök.

Í Brasilíu eru látnir bornir til grafar eins fljótt og verða má og því fór útförin fram daginn eftir. Meðan á henni stóð birtist Ademir hins vegar, hálf tuskulegur en í fullu fjöri.  

Í ljós kom að hann hafði verið á fylleríi með vinum sínum þar sem þeir drukku pinga, brasilískt brennivín. Þegar hann raknaði við sér morguninn eftir frétti hann að verið væri að bera hann til grafar.

Í ljós kom að líkið var af manni úr öðru fylki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband