Flög

Jæja, spurning hvort mér takist að komast austur í dag. Ég mæti nefnilega út á völl í gær og ætlaði fljúga austur en þá var miðinn minn dagsettur 23 des ekki 22 eins og ég var búin að ákveða. Ég misskildi sjálfan mig jafn vel úti en þá vaknaði ég við vondan draum á þriðjudagsmorguninn. Hann var nefnilega sá 15 en ekki miðvikudagurinn eins og ég var svo aldeilis búin að ákveða. Ég komst nú samt heim til heim svo vonandi gengur þetta upp í dag einnig.

Veit samt ekki með þessa magapest, batinn er hægur og ég búin að missa 4 kíló á þremur vikum. Spurning um að fara selja þetta sem kúr fyrir fitubollur. Ég veit samt ekki hvað ég geri nú þegar ein mesta átveisla ársins gengur í garð og maginn á mér skroppinn saman í lítið sem ekkert. Kannski ég prófi að gleypa körfubolta til að auka rýmið. Annars sit ég bara hér í Garðabænum í einu mesta kulda kasti sem elstu menn muna. Kastið er sem sagt fyrir utan ég er ekki sitjandi í því. 

Bara leti hjá mér í dag, enda gerði ég allt í gær því ég var á leiðinni austur.

Ég hlakka til að komast í snjóinn, gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Reikna með að austurferðin hafi tekist hjá þér í dag þar sem þú ert ekki mættur aftur:) Bið að heilsa í snjóinn.

Sendum jólakveðjur í jólabæinn.

Ída Björg (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Jú jú gekk allt að óskum. Er mætur í eitt fallegasta jóla veður sem ég man eftir. Bið að heilsa í bæinn.

Unnar Geir Unnarsson, 24.12.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.