Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þrjár systur

Jæja, þá styttist í að systur mínar þrjár mæti á svæðið. Andlegur undirbúningur er í hámarki og mun ég leggja sérstaklega hart að mér í yoguna þessa vikuna til að ég verði sem best til þess fallinn að leiða þær þrjár um götur og stræti stórborgarinnar. Nú er sú í miðið að hýsa lítinn bumpubúa svo ekki verður gengið eins mikið og þegar þau gömlu voru hér og hétu. Sú elsta í langþráðu húsmæðraorlofi svo hún kúrir líklega bara á hótelinu og horfir á sápuóperur borðand ís. Sú yngsta var hér í sumar svo hún verður líklega bara sjálfráða um borgina eitthvað að kíkja á stráka og versla skó. Ég verð svo hlaupandi um með sveitt kollvikin að reyna eitthvað að halda hópinn. Já, það er ekki auðvelt að vera þriggja systra bróðir. Nei, án gríns þá gæti ég ekki verið heppnari með eintök. Allar eru þær yndislegar og tilbúnar að vaða eld og brennistein fyrir brósa. Sú yngsta myndi samt fara úr nýju skónum áður. Það verður frábært að fá þær allar þrjár til mín enda held ég að það verði þá í fyrsta sinn sem við fjögur hittumst svona maka og foreldra laus. Já, ég er frá því að sé með fiðrildi í maganum að hitta þær, í það minnsta lifru. Ég ætti kannski að láta athuga það.

Annars er það helst að frétta að nú hefur vetratíminn tekið við hér í landi, svo nú erum við á sama tíma.


Dagleg þraut og pína

OOO hvað ég var ekki að nenna að mæta í skólann í morgun. En sem betur fer gerði ég það, ekkert betra en að sparka í botninn á sjálfum sér þegar miðannarleiðinn leggst yfir. Í yoganu komst ég að því að ég get staðið á haus og látið mig detta afturábak í brú og staðið upp aftur í einum bita. Nokkuð gott ekki satt? Sama má segja um daginn allann, ég held að ég hafi lært töluvert meira í skólanum frekar en að hanga heima í bælinu. Spurning hvort ég muni það í fyrramalið þegar ég vakna. Annars gengur þetta allt ágætlega. Þetta er sama bölið, en samt er ég ekki kvartandi, tuðandi gamalmenið sem sem ég vill oft verða. Jæja, nú verð ég að skella mér í bælið enda klukkan að ganga tólf. Sem minnir mig á það að á sunnudag ef ég man rétt rennur upp vetrar tíminn, þá græðir maður einn klukkutíma. Gott ef maður ætlar að djamma á laugardaginn.

Kalli Kynskipti

Nýnemarnir eru fjölbreytir eins og þeir eru margir. Sænskir og íslenskir krakkar auk einnar stelpu frá London og annrar frá Glasgow á aldrinu 18-26, glaður hópur og galsa mikill. Einn drengur sker sig þó úr hópnum, hann Kalli. Fyrst þegar ég sá hann hugsaði ég guð minn góður hann er bara barn, hann er ekki nógu sterkbyggður fyrir þennan skóla. En hann lítur út fyrir að vera 12 ára. Á öðrum degi sagði einn kennarinn að Kalli hefði komið að máli við sig, æi einhver hefur verið að leggja hann í einelti hugsaði ég. En nei svo var nú ekki, hann Kalli er kynskiptur sagði kennarinn. Ha?!, hugsaði ég, Ha!? Já, hann Kalli var stelpa en núna er hann strákur, ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið spyrja hann í hléinu á eftir. Ég gat nú ekki annað en dáðst að hugrekki þessa 19. ára gamla stráks, að tilkynna þetta svona á öðrum degi. En svo var ég smá öfundsjúkur, nú er ég ekkert sérstakur, ég er bara hommi, djöfull. En svo fór ég nú að taka vísindin á þetta og sá að vegna fáfræði minnar um kynskipta einstaklinga er ég haldin ákveðnum fordómum gagnvart þeim. Ekki að ég hafi gengið um brennandi krossa og öskrandi ákvæðisorð um allann bæ. Heldur frekar ekki spurt spurninga sem gætu hjálpað mér að skilja einstaklinga sem þurfa á kynskiptiaðgerð að halda. En þarna var sem sagt tækifærið komið. Ég ákvað strax að ég skildi reyna að kynnast Kalla með opnum hug umfram aðra nýnema þar sem það væri svo margt sem hann gæti kennt mér. Við Kalli eru ágætir kunningjar, hann hefur húmor fyrir mínum húmor sem er sjaldgæft meðal svía. Kannski er kynskipti aðgerð eina leiðinn til að svíar fatti kaldhæðni, hver veit? Ég er viss um að Kalli hugsar eitthvað svipað um mig. Aaah þarna er íslendingur, kannski að hann geti útskýrt fyrir mér af hverju þau eru svona spes þarna á íslandi. Best að ég leggi mig fram um kynnast honum, það er svo margt  sem hann getur kennt mér, hver veit ;)?

Svona getur lífið verið litríkt hér í gráa bretlandi. Nú verð ég bara að finna eitthvað til að toppa Kalla, ég spes, ég er það!


Bretar sýna íslendingum samhug

Breskur almenningur er rétt eins og við íslendingar undrandi á hegðun breskar stjórnvalda gagnvart íslenskaríkinu. Að konungsveldið sameinað ráðist á vinveit smáríki, evrópuþjóð, NATO ríki þetta sérstaka, listræna álfaríki sem aldrei hefur unnið júróvisíon. Þeir bretar sem ég hef talað við telja Gordon Brown hafa algjörlega farið offari og framkoma hans verið þjóðinni til skammar. Hann hafi allt of seint og á gjörsamlega rangan hátt allt í einu ákveðið að vera sterki leiðtoginn. En þá hafi kraftarnir ekki verið meiri en svo að hann fann eitt fámennasta smáríki í evrópu til að beita valdi sínu á, og það í krafti hryðjuverkalaga. Nú er ísland óvinaþjóð, hryðjuverkamenn. Félagi minn í skólanum sagðist fullur viðbjóði og skömm yfir framferði forsætisráðherra síns, forsætisráðherra sem enginn kaus, ekki einu sinni hans eiginn flokksfélagar. Skóli minn sýnir ástandinu fullan skilning og hefur ekki séð neina ástæðu til að bregðast sérstaklega við. Eina sem eigum að hugsa um er námið, annað kemur bara í ljós. Þeir bretar sem ég hef talað við spyrja hvernig fjölskyldur okkar heima fyrir hafa það og hvort ástandið sé mjög slæmt og lýsa áhyggjum sínum á stöðunni. Íslenskaþjóðin er sterkari sem aldrei fyrr segji ég, það þarf nú meira getulausa, út úr kú, uppgjafa breska pólítíkusa til að slá okkur út af laginu.

Við gefumst ekki upp þó móti blási.


Þannig fór nú það

Jæja, þau féllu nú ekki kylliflöt fyrir verkinu mínu. En samt gekk þetta ágætlega fyrir sig. Ég þarf samt að bæta aðeins við og endurhugsa svona eitt og annað en ég veit allavega hvað ég ætla að gera. Þetta er flóknara en ég hélt en ætti alveg að geta gengið annað eins hefur nú verið gert.

Það er erfitt að komast aftur í blogg stuðið. Verð fara skrifa eitthvað spennandi. 


Fyrsta sýning

Jæja, í dag frumsýni ég mitt fyrsta leikstjórnarverkefni. Allt er klappað og klárt, nú er bara að bíða og sjá hvað þau segja. Ég gef skýrslu í kvöld.

Skúli Berg besti frændi

Hann Skúli Berg besti frændi minn á afmæli í dag 15. október. Til lukku með daginn, bestu óskir um hamingju ríka framtíð.

Kær kveðja frá london,

Unnar besti frændi

Essin 3

Stoltur stóri bróðir. Skúli Berg, Sandra Björg og Sæþór Berg. Essin þrjú.


Jæja, þá er þetta komið í lag.

Ekki fjármálin heldur tölvan. Ég, alveg sjálfur sat með sveitt kollvikin og hlóð niður forrit og ýmislegt annað sem tölvuna mína vantaði langt fram eftir kvöldi í gær. Þetta gat hann, strákurinn.

Chekhov hefur oft verið nefndur á þessu bloggi, oft í neikvæðri merkingu. En nú skiptast veður í lofti, ég er nefnilega að leika skemmtilegan kall í skemmtilegu Chekhov verki. Verkið kallast The Boor eða Ruddinn. Kannski skemmti ég mér svona vel því ég leik miðaldra fýlupoka, gæti verið eitthvað sameiginlegt með okkur.

Fyrsta ársnemarnir sögðu mér að þeir hefðu sumir lesið bloggið mitt og ekkert litist á blikuna. Þetta væri annað hvort hræðilegur skóli eða þessi Unnar Geir væri verulega þunglyndur og svartsýnn maður. Þegar á hólminn var svo komið reyndist skólinn hreint ekkert hræðilegur...

Spurning um að ritskoða það sem maður setur á netið? 

Lifið heil, elskurnar mínar.


Kominn i samband

Jaeja tha er tolvan ad komast i lag. Hun hefur verid ad strida mer uppa sidkastid. Roi ibudar felagi minn gerdi vid hana, vidgerdir standa enn yfir. Til daemis get eg ekki notad islenska stafi, sem er midur. Thad er nefnilega erfitt ad skilja thessa utlensku stafsetningu. En her er eg og allt i godu. Thakka godar kvedjur. Skolinn gengur vel og allt lytur vel ut. Liklega er eg ad fara flytja, kannski er eg ad fara leiga med tveimur islendingum. Sem er alltaf gott, their bua naer skolanum og eru ekki klikkadir leiklistarnemar. Eg hef fra morgu ad segja en geri thad frekar thegar tolvan er komin i gang.

Lifid er einfalt


Minning

Nú hefur hún elsku amma mín loksins fengið friðinn. Amma mín í Merki var yndisleg kona sem vildi allt fyrir mann gera. Með bros á vör og mjúka lykt af fillterslausum camel tók hún opnum örmum á móti gestum í dyrunum á Merki og leiddi að svingandi tertuhlaðborði. Endilega fáið ykkur meira, þetta er svo gott í kroppinn, var hún vön að segja.  Amma sem ég man eftir er Dísa í Merki á rauða bílnum á fleygi ferð í öðrum gír, amma í eldhúsinu að elda eitthvað í brúni sósu eða amma að hreinsa beðinn í garðinum. Amma og Afi í Merki voru mér góð og ég á margar minningar um þau sem ég geymi í hjarta mér. En ég man líka eftir Ömmu á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum eftir slysið. Ég heimsótti hana oft og stundum náðum við að eiga stund þar sem hún vissi af mér. Þær minningar eru mér dýrmætar. En þegar ljóst var hún myndi ekki ná bata urðu sporinn sífellt þyngri. Eftir að ég
flutti suður var ávalt erfitt að koma austur og sjá hana liggjandi þarna hjálparvana. Þessa sjálfstæðu sterku konu sem hafði helgað líf sitt að hjálpa öðrum, konu sem aldrei vildi vera upp á aðra kominn. En svona er lífið og lítið við því að gera. Aðeins góður guð getur hjálpað okkur að skilja hvers vegna hún Amma mín þurfti að ganga þessa þrautargöngu. Ég er feginn að hún þarf ekki lengur að kveljast og að hún hefur loks fengið hvíldina sem hún svo þráði. Ég þakka guði fyrir stundina sem við áttum saman síðast og ég veit að hún kveið ekki ferðinni sem hún átti fyrir höndum.
Elsku Amma, Guð blessi minningu þína og geymi.

Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
                                Foersom-Sb 1871-S. Egilsson
Unnar Geir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband