Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

London skelfur

London hristi sig í nótt. Ég var ný komin heim af æfingu um eitt leitið í fyrrinótt, þar sem ég lék hermann sem skýtur bæði fulltrúa englands og frakklands á fundi sameinuðu þjóðanna.  Þegar skrifborðið mitt tók að hristast. Það fyrsta sem mér datt í hug var Chris væri að gera einhverjar æfingar. En þegar fataskápurinn fór að skaka sér um gólfið gat þetta nú ekki verið neitt annað en jarðskjálfti. Gaman af þessu.

Fjölmenning

Hverfið sem ég bý í er eitt alþjóðlegasta hverfi heims og gatan sem skólinn minn stendur við Seven Sisters road er sú alþjóðlegasta í heimi. Þegar ég fer út í hádeginu get ég valið að fara á breskan, amerískan,indverskan, grískan, afrískan, tyrneskjan, kínverskan, japanskan, marókóskan, ítalskan eða franskan veitingarstað. Örugglega eru staðir frá fleiri löndum, en ég greini ekki alltaf á milli. Ekki slæmt, og það besta er svo að fyrir 400 til 500 krónur er hægt að fá saðsama og holla máltíð. Ef þetta dugar mér ekki er hægt að nálgast matvöru sem og aðrar vörur hvaðana af úr heiminum í öllum þeim fjölmörgu smáverslunum sem eru við götuna. Lundúnabúar þurfa ekkert að fara til að sjá heiminn, heimurinn kemur til þeirra.

Þetta er ein af ástæðunum hví ég ann London. Reykjavík er ferskari og París fallegri en London er London.


Mánudagur

Mánudagur þarf að segja meira. Eftirmál helgarinnar enn í kroppnum og hugurinn ekki alveg eins fín stiltur og best verður á kosið. En þetta lagast sem líður á daginn. Núna eru þrjár vikur eftir af önninni sem þýðir að í næstu viku eru blessuð prófin. Þið sem hafið fylgt þessu bloggi frá upphafi munið að þá fyrst byrjað stríðið. Þá er æft öll kvöld og helgarnar nýtar til hins ýtrasta. Þannig nú er tíminn til að safna orku og stilla hugann fyrir ruglið. Þessi önn hefur þó siglt mun lygnari sjó en sú fyrri. Mér finnst ég líka njóta mín betur og á móti fæ ég meira krefjandi verkefni. Þannig ekkert nema gott um það að segja.

Sýningin á Draumnum gekk mun betur en ég þorði að vona. Mest er það leikstjóranum að þakka en hún er kennari við skólann, og sannaði fyrir mér að rétt fólk getur notað vísindin til að skapa gott leikhús. Ég vona að ég réttist í þá átt.

 Ég hef verið að hitta gamla vini frá ISH-heimilinu mínu fyrrum upp á síðkastið. Það jafnast ekkert á við að blanda geði við fólk sem ekki alltaf er að blaðra um vísindin. Í gærkvöldi buðu þeir mér að koma yfir og spjalla. Þegar ég kom var e-ð partý í gangi. Öll borð voru full af bjór, pítsur og snakk eins og hver gat í sig látið. Allt til alls nema fólkið. Þannig var að fyrsta hæðin ætlaði að halda partý svo allir á fyrstu hæð gætu blandað geði. En enginn mæti. Þannig partýið breytist í Pink-ISH partý sem er félag homma og lesbía sem búa á ISH. En enginn mæti, þannig við bara spiluðum Trival og nöguðum pistur og drukkum öl. Þarna sat ég sem sagt í hópi fimm annara hommalinga á sunndagskvöldi og gagnrýndi klæðaburð söngkvenna á MTV og reyndi mitt besta að svara spurningum um breska forsætisráðherra og sápu óperur. Ég var í liði með hollenskum læknanema(Sem vissu nú ekki mikið) og gekk okkur frekar illa til að byrja með. En eftir því sem leið á kvöldið og bjórunum fækkaði fór heldur að síga á ógæfu hliðina hjá hinum liðunum. Hvorugur okkar drakk, enda reglu menn miklir. Lorenzo(ítali) og Ozzi(pakstani) voru meira að spá í andlitsmálningu en spurningunum, Adrian(Boliviu) og Make (Englandi) voru meira að spá  hvor í öðrum. Þannig þetta hafðist að lokum. En þetta var nátturulega ekkert á við að spila við Öddu og co. að sjálfsögðu ekki.

En í kvöld eru æfingar, fyrst er ég fúll liverpúlari en áður en ég fer heim fæ ég að vera kóngurinn. kannski fæ ég að vera dóna bóndasonurinn, en það kemur í ljós.

Já, meðan ég man. Þið konur sem öfundið Madonnu af flottum kroppi. Hafið þið tekið eftir því að hún er aldrei berhandleggjuð? Vitiði afhverju? Hún er nefnilega með handleggi eins og áttræð kona. Jebb, ég sá myndir af henni í blaðinu.

Og að lokum kæru systur, engar áhyggjur kílóin eru komin aftur. Bara smá brauð og nokkrir bjórar þá er þetta komið.

 


Hundrað ára

Í dag kenndi okkur hundrað ára maður. Hann var samt ekki í alvörunni hundrað. Hann bara talaði þannig en í útliti var hann sjötíu og e-ð en í anda 25 ára. Til að gera ljóst hvað ég er að tala um, þá var gamal maður sem hreyfði sig eins og unglingur að kenna okkur. Hann starfaði sem látbragðsleikari en kennir núna tölvufólki að tengjast líkama sínum á nýjan leik. Blessaður maðurinn kom sem sólargeisli í sólmyrkva... eeeða  e-ð svo leiðis. Sem sagt, að vinna með þessum manni gerði það að verkum að ég hef fundið inblásturinn á nýjan leik. Ég hef meiri trú á eigin hæfileikum og lífið er bjartara og leiðin er greiðari í dag en hún hefur verið lengi. Hann kenndi okkur að finna þyngdarpunktinn í líkamanum( Hann er þremur sentimetrum fyrir neðan nafla) og hugsa líkaman út frá honum. Upp, niður og til hliðar, út frá miðjunni skín svo bjart ljós. Þetta ljós getur lýst upp allan heiminn ef við viljum. Hann bað okkur svo að kveikja á litlu brosi, frá miðju punktinum og alla leið til auganna. Allt í lagi þetta hljómar skrítið en þetta var samt frábært. Þessi tilfinning sem kviknaði þarna var ótrúleg. Brosið fyllti augun af tárum og mér fannst ég gæti ferðast hvert sem var. Þetta er líklega fyrsta skipti sem ég upplifi hvernig hugleiðing virkar.  En á sama tíma var ég svo jarðtengdur að mér fannst að ef ég tæki skref áfram myndi öll byggingin fylgja mér.

Annars... keyrði ég hljóðið á rennsli í kvöld og sýningin á Draumi á Jónsmessunótt er ekki eins góð og ég hafði þorað að vona. Vonbrigði, aðeins tveir af tíu leikurum léku af þeim gæðum sem ég myndi halda að skólinn stæði fyrir. En hvað með það. Áfram, áfram.

Ég stækkaði um þrjá sentimetra í dag...


Allt er gott

Allt er gott á meðan nóg er að gera, eða svo er sagt. Nú er allt komið á fullt en á nýjan leik. Ég var að leika í þremur sýningum í kvöld. Fyrst lék ég 17. ára bóndason sem gerði hosur sínar grænar(Er það svona sem maður segir/skrifar þetta?) fyrir ungum stúlkum. Þá tók við læknir sem gekk um gólf og vorkenndi fólki með augunum. Kvöldinu lauk svo með kaupmanni sem var uppi löngu fyrir krist en hann gekk um í pilsi, og vorkenndi ekki hræðu. Þetta gekk bara vel, held ég.

Það gekk líka vel í fimleikunum í dag við getum núna farið skammarlaust í kollhnís bæði aftur á bak og áfram. Það verður nú að teljast nokkuð gott eftir einungis 4. mánaða þjálfun. Mér gekk líka vel í stillum, en þá stöndum við í kyrrstöðu og höldu hugsun persónu sem við höfum skapað. Vitiði hver galdurinn er? Að gera sem minnst, bara hugsa nú er ég kaupmaður og sjá svo líf hans fyrir sér.Þegar maður fer að gera eitthvað meira eins já ég verð að hreyfa mig svona, tala svona eða ég verð að sjá þessar hugsanir. Þá verður leikurinn falskur og ótrúverður. Þetta er ekkert mál þegar maður bara gerir það, en það er andskoti erfitt að bara gera það.

Svo er ég að keyra hljóðið fyrir sýningu í fullri lengd sem sett er upp í skólanum, en 2-3 árs nemarnir fá bara að taka þátt. Við smákrakkarnir á fyrsta ári erum bara vinnumaurar.

Meira seinna, lifið heil. 


Af stað

Jæja, þá er allt komið á fullt. Fyrsti dagurinn eftir frí var langur eða til 11. Ég var í eini sýningu og var svo á tveimur æfingum eftir það. Æfingarnar gengu vel en sýningin ekki alveg eins vel. Eitthvað stress að hrjá mig líklega það að leika á ensku. En nú fæ ég loks tækifæri til að leika textahlutverk. En þetta kemur, bara slaka... aaaaaa slaka á. Og njóta þess að vera læra leiklist.


Ívar Íkorni

Hvað haldiði? Ívar Íkorni lá bara í sólbaði á svölunum þegar ég kom fram úr í morgun. Það er meira hvað nagdýrin gera sig heimakomin hér í londoni. En sem sagt loks náði ég mynd af korna, ég held að Sandra hafi verið að bíða eftir þeim. Þarna er hann sem sagt eitthvað að hanga bara. Þeir eru tveir og búa undir þakinu á litla húsinu í bakgarðinum hjá okkur. Það eru fleiri myndir í albúminu.Ívar Íkorni 004

 

 


Minningarsjóður Margrétar Björólfsdóttur

Ég fékk styrk úr Minningarsjóði Margrétar Börgólfsdóttur. Ég þakka kærlega fyrir. Hann kemur sem guðsgjöf, því ekki eru fjárhagsmálin eins og best verður á kosið þessa dagana. En nú get ég einbeitt mér að náminu, og Ída systir sem er umboðsmaður minn á íslandi þarf ekki að hringja í elskurnar í LÍN á hverjum degi. Guði sé lof fyrir gott fólk.

Svefn zzzzzz

Jæja ekki gekk betur á laugardaginn. Jafn oft var stigið á fingurnar á mér og sparkað í hausinn á mér. Þar að auki var blóði sprautað yfir mig og sprautunni grýt í hausinn á mér. Sem hefði alveg í lagi ef ég hefði vitað að það ætti að gerast. Því undir gardínunni gat maðurinn alveg eins verið að pissa á höfuðið á mér. En hað með það. Ég missti af sunnudeginu (gærdeginum) því eftir að hafa vaknað um 10 gengið í um hverfið og borðað morgunmat á svölunum. Ákvað ég að leggja mig. Ég svaf til 8 um kvöldið. Fór svo í rúmið um 1 og svaf til 10 í morgun. Þannig eitthvað hef ég verið þreyttur. En í dag ætlum við Chris í menningarferð og kíkja á söfn og svoleiðis og kíkja svo á kaffihús. Hann á stefnumót við stúlku frá Tékklandi. Ég á hinsvegar ekki stefnumót við tékkstúlku.

Samt verð ég eitthvað að læra í dag. Nenni því samt svo alls ekki.

 Ekki mikið að segja nenna ég horfði á Bafta verðlaunin í gær. Og ég verð að segja að horfa á allt þetta fína fólk taka á móti verðlaununum fyllti mig innblæsti. Því þetta fólk er bara fólk eins og ég. Fólk sem leggur sig fram í vinnuni sinni og uppsker eins og það sáir. Því ætla ég að halda áfram að sá þeim bestu fræjum, sem ég hef upp á að bjóða hverju sinni. Og stefna að því að bæta fræin með hverri sáningu. Og hana nú.

En núna er ég í fríi og lífið er fallegt.

 


Frí

Jæja,  Þá er ég kominn í smá frí fram á fimmtudag, ef undan er skilin sýningin í kvöld. En þar er ég líkams staðgengill fyrir leikara sem leikur tvíbura. Stundum þurfa nefnilega bræðurnir að sjást saman. Á einum stað ligg ég sem dauður með gardínu á hausnum. Það hefur gengið ágætlega þar til í gærkvöldi. Við höfðum ekki æft nákvæmlega hvar ég átti að leggjast, svo ég hrundi niður með krampakenndum hætti svona um það bil þar sem ég hélt að ég ætti að vera.  Það reyndist ekki vera réttur staður. Því tvisvar var stigið á fingurna á mér og einu sinni sparkað í hausinn á mér.  Þarna lá ég sem sagt á miðju sviðinu meðan gengið var yfir mig hægri vinstri. Og þar sem sem ég átti að vera dauður gat ég hvorki hreyft legg né lið hvað þá gefið frá mér hljóð. Já, elskunar þetta borgar maður svo fyrir.

Hér er sól og 10 stiga upp á hvern dag og verður allt fríið. Snjór hvað er nú það? Hehe!

Annars þarf ég að læra slatta því nú fær maður smá texta hlutverk. Nú leik ég Kóng, Liverpoolskan fýlupoka, Kaupmann sem er upp 400 fkr., 17 ára dreng á miðils fundi og lík undir gardínu. Ég hlakka til að sá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kíkiði á myndaalbúin,  ég var að bæta við myndum. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband