Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Engar fréttir

Nýja húsnæðið er alveg að gera sig og andinn sem fylgir nýnemunum er góður. Þetta lítur allt mjög vel út. Ég sýni mitt fyrsta leiktjórnarverkefni 16 október. Það er leikmynd, en líf fólksins verður að vera hægt að lesa útfrá þeim hlutum sem ég vel að nota.

Engar fréttir að austan, ég skoða símann í hverju hléi og bið eftir skilaboðunum. 


Heilt ár að baki

Jæja, þá hef ég afrekað að búa hér í ár. Þetta er allt að koma. Skólinn er fluttur, húsnæðið er að vísu ekki að fullu tilbúið. En engu að síður er þetta umbreyting til hins betra. Nýtt líf. Fullt af nýnemum sem allir sýnst bara ósköp venjulegt fólk, ungt fólk. Þau eru áhugasöm og innblásin, hvað ætli við verðum lengi að breyta þeim í vælandi vísindamenn?

Annars er ég nú mest með huga við það sem er í gangi fyrir austan. Amma mín er mikið veik. Ég vona að það taki nú enda sem fyrst, því það er það sem hún vill.

 


Eldgamla ísafold

Jæja, þá er það bara pakka og henda sér upp í lest,flugvél og rútu og þá er maður mættur. Endilega hafið samband og skipuleggjum hitting. Ég verð með gamla númerið 867-0523.

ísland 


Miðaldra unglingur

blanda 198blanda 199

Svona var Roger, hann var kannski ekkert sérstaklega unglegur 17 ára drengur. Líklega vegna þess að leikarinn var 29 ára leiklistarnemi sem hafði unnið að meðaltali 14 tíma á dag í 14 daga áður en sýningar tóku við. En það gekk vel að sýna. Lokaæfingin var á föstudaginn og um kvöldið frumsýndum við. Ég veit ekki hvernig en einhvers staðar frá fengum við orku og hópurinn í heild sýndi allar sýnar bestu hliðar. Á miðri sýningu byrjað loftið að leka og í sýningarlok hafði myndast þessi líka myndarlegi pollur á miðju sviðinu. Svitinn lak hinsvegar af okkur frá fyrsta dansi enda annsi heitt í ljósunum. Tala nú ekki um þegar maður er klæddur í leðurjakka með þykka hárkollu og  það er slökkt á loftræstingunni. Það er nefnilega ekki hægt að kveikja á loftræstingunni því þá lekur úldið vatn um allt.  Það var svo heitt að ég svitnaði í gegnum hárkolluna. Það var erfitt að halda augunum opnum því svitablandað hárgel, brilljantín og hársprey lak niður undan hárkollunni í stríðum straumum. Dansinn gekk upp og söngurinn var sá besti hingað sagði söngkennarinn.  Á laugardeginum sýndum við aftur og klökkur skólastjórinn færði okkur þakkir fyrir góða sýningu og frábæra vinnu síðustu daga. Um kvöldið sýndum við í síðasta sinn fyrir troðfullu húsi og allir voða hressir. Leikari úr Grease sýningunni á west end var mjög ánægður með sýninguna og sagðist vera undrandi á hve góð sýningin væri þar sem þetta væri ekki söngleikhússkóli.

En ég er fyrst og fremst glaður að vera búin með þetta dæmi allt saman og get farið að slakka á og einbeitt mér af leikstjórnar verkefnunum mínum. En um leið glaður með mig að hafa sungið og dansað eitt stykki söngleik. Þá er það búið.


Frömseining

Jæja,þá frumsýnum við.  Búið ykkur undir ítarlega greinagerð að verki loknu. Tamm ta tamm tamm...

Allt að gerast

Jæja, við frumsýnum á morgun. Ég hlakka til en mest hlakka ég til að klára þetta af, við erum búin að keyra án hléa í tvær vikur. Þar með talið að pakka öllum skólanum sem hvergi fer, og smíða leikmyndina. Lang mest hlakka ég til að komast heim á klakann og faðma og knúsa allt fallega fólkið mitt. Ef það er eitthvað sem ég hef lært af því að flytja hingað út er hvað ég á góða vini og sterka fjölskyldu. Fyrir það er ég þakklátur.

En nú er það bara harkan sex og rumpum þessu af.


Skrítið þetta líf.

Já, það er margt sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég sit hér fyrir framan tölvuna hlustandi á sálma Ellenar Kristjánsdóttur borðandi nóa og síríus lakkrískúlur með brilljantín í augunum að stytta armani buxur sem ég á að dansa í Grease söngleiknum.

Við vorum að til tólf í gærkvöldi að smíða leikmyndina, hún er bara nokkuð flott. Dönsuðum svo til tíu í kvöld, kannski við æfum svo söngleikinn e-ð á morgun. Þetta gengur allavega ágætlega og gæti bara verið annsi skemmtilegt. Ég set inn mynd af mér með lubbann við tækifæri.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband