Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

komin heim

Komin heim, segi frá seinna...

lásu allir Séð og Heyrt... ;)


edinborg

Her gengur allt vel. Vid erum a fullu allan daginn, aevintyrinn fyrst svo gotuleikhus, tha dreifum vid auglysingum og synum svo um kvoldid. Vid erum sem sagt a fullu fra 11 til 10. En thetta er stud.

Eg tyndi simanum minum einhvers stadar svo eg hef ekkert verid i bandi vid einn eda neinn.

Og pabbi eg gleymdi ekki afmaelinu thinu i gaer, eg gat bara ekki komid til thin kvedju.

Verd ad rjuka, skrifa meira seinna :)


Edinborg

Jæja, eftir 5 tíma legg ég á stað til edinborgar, með Gilitrutt og félaga. Hlakka mikið til en er mjög þreyttur. Verður vonandi gaman, ég reyni að komast á netið og flytja ykkur fréttir af gangi mála.

Veruleikafirring

Dabbi Kóngur Úr hvaða Andrésa Andar blaði datt þessi maður? Sigldi þjóðinni í strand og mætir síðan hvtíþveginn og alsaklaus á austurvöll sem mótmælandi. Og hverju mótnælir hann? Jú, því að það séu virkilega afleiðingar af gjörðum hans. Mér þykir það leitt Dabbi minn en partýið er búið, og nú verðum við að lofta út og þrífa eftir þig. Þér er velkomin að hjálpa til, en  ef þú ætlar að halda áfram að djamma skaltu vinsamlegast gera það annars staðar.

Mogginn lýgur ekki

Í dag birtist smá grein um okkur íslendingana í ASAD og þá staðreynd að Gilitrutt mín verður sýnd í Edinborg. Gaman af því.

Annars er allt gott að frétta, æfingar ganga vel. Verkið mitt lítur vel út og vinnan við stóra verkið er mjög skemmtileg. Ég leik tvo annsi skemmtilega gaura sígauna og svo hjartalausan herman sem skemmtir sér við að nauðga og myrða flesta sem á vegi hans verða. Sígauninn er nú skemmtilegri, þar fæ ég að syngja og dansa og svona. Hitt hlutverkið er líka krefjandi og gaman að takast á við svona kall.

En mikil vinna er að baki og mikil eftir. Við saumum alla okkar búninga og smíðum alla leikmynd og leikmuni. Þannig þegar við erum ekki á sviðinu erum við að sauma eða smíða. Auk þess er ég svo að æfa Gilitrutt en ég er með 4 nýja leikara.

En eins og ég segi, þetta er draumur að rætast og frábært að fá tækifæri til að læra það sem ég er að læra. Ég er ótrúlega hamingjusamur með að vera hér. Ég sakna fjölskyldunnar minnar en á sama tíma nýt ég auðfengins stuðnings hennar á öllum sviðum.

Svo er víst nokkuð af íslendingum að byrja í haust og einhverjir færeyingar. Það verður stuð.

Ég átti alveg frábært afmælis boð á laugardaginn, risa fordrykkjarboð heima og svo út að borða. 20 leiklistarnemar við sama borð að skemmta sér, bara hávaði og læti.

Já, lífið gengur sinn vana gang hér. Ég fer í skólann og svo þegar frítími gefs hangi ég með sambúðar fólki mínu sem eru líka skólafélagar mínir. Þau eru nú reyndar öll byrjuð með hvort öðru svo þau hanga mest utan í hvort öðru, en ég fæ stundum að troða mér á milli.

Jebb, svo ætla ég blá fátækur maðurinn í göngu um suður frakkland með Badda úr skólanum í haust fríinu. Kostar 10,000 kall að fluga yfir, gistum við bara í tjaldi svona hér og þar. Hlakka mikið til.


Guðs blessun?

Mikið afskaplega hlýtur nú góður guð að vera ánægður með þennan blessaða mann. Maður bíður sko ekki syndinni í kaffi, ó nei. Maður hreinsar til og losar heiminn við syndina.

Ég minni á pisitill minn um lækningar á samkynhneigð (Já, athyglisvert.)  og lýsi hér með alla þá miklu spekinga sem talað hafa um samkynhneigð sem synd og sjúkdóm ábyrga á þessum hrottalega glæp.

Um næstu helgi gefst íslendingum tækifæri til að ganga niður hatur og fávisku og dansa í gleði yfir því frelsi og réttlæti sem við búum við á íslandi. En munum þá sem þurfa okkar ást og aðstoð til að geta lifað í friði og virðingu.


mbl.is Tveir létust í árás á samkomustað samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband