Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Unnar Heimir

Hann Pabbi  minn kæri er afmælisbarn dagsins í dag. Innilega til hamingju gæskur, og hafðu það sem allra allra best í dag :)

Pabbi og Pípuhattur


Fjör á framabraut

Já, það er allt að gerast. Hettusóttin farinn og æfingar á Brúðkaupinu ganga vel, vorum að byrja á sviði í dag og gekk bara vel. Ég tala í falsettu allan tíman sem er spes, en minns er voða trekktur og uppspenntur. Svo var ég að fá staðfest að ég kenni jóga tvo morgna í viku á næstu önn. Spennandi verkefni, ekki hafði ég séð mig kenna jóga fyrir 3 árum.

Svo er bara ein og hálf vika í Unnar Geir Unnarsson leikara.

Yfir og út.

 


Sæþór Berg

Þá er komið að honum Sæþóri að eiga afmæli. Þessi merkis drengur sérvaldi handa mér flottheitis skyrtu í afmælisgjöf um daginn og þakka ég honum fyrir það. Hann Sæþór er einn af london systrabörnunum mínum s.s ég hef lítið kynnst honum þar sem ég er alltaf fastur hér úti. En vonandi með næsta vori verður meira um lausar stundir og þyngri pyngjan til að skreppa upp á ísland og hitta stubbana og kannski passa og panta pítsu. En elsku frændi þangað til hafðu það sem allra, allra best og innilega til hamingju með daginn. Bestur kveðjur, Unnar Geir frændi í london.

Ferming Skúla 004


Svo bregðast krosstré...

Og ég sem hélt að allt væri að ganga svo vel. Hún byrjuð að æfa golf, þó hún hafi nú eitthvað misskilið þetta og lamið Tígra og bílinn hans. Já, svona er þetta bara, kannski bara eins gott fyrir börnin að þurfa ekki að alast upp á heimili sem þetta myndi hanga yfir öllu eins og mara. Gott að þau skilji að þegar einhver brýtur af sér þá verða af því afleiðingar. Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru bara einn tveir og þrír. Tígri hefur bara alveg misst sig í frægðinni, ég er kóngur alheimsins hefur hann hrópað á vélarhlíf golfbílsins eins og Leó í stafni Titanic. Haldið að hann gæti allt og mætti allt. Jebb svona náttúrulega gengur ekki. Lífið snýst ekki um að pútta í holu, ekki gengur að elta járnið. Tígri hefur gleymt að stoppa hugsa og sjá hvað hann hafði, hverju hann hafði áorkað. Þessi maður vann fyrir því sem hann átti hörðum höndum. En það virðist að hann hafi ekki hugsað hvað hann vildi svo gera þegar kæmist þangað sem hann ætlaði. Þess vegna missti hann allt úr höndunum á sér. En sú sænska er dugleg, nú getur hún sprett um skeiðvöllinn með fulla handtösku af krónum með samúð heimsins að baki sér.

Ég ætla hér með að gefa þeim tilfinngarlegt svigrúm til að aðlagast nýju lífi. Áður en ég tjái mig um þetta mál, sem ég annars hef ekkert vit á.


mbl.is Tiger Woods og Elin skilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lagi

Jæja,

Þetta er allt að koma, bólgan að mestu runnin sína leið. En hausinn enn aumur, og heilinn soðinn eftrir innilegu og dvd. Næst er að hafa sig út í búð og versla eitthvað gott annað en íbúfen. Annars er nennan nú ekki mikil. En hvað með það af stað.

Ég er með smá hnút í maganum vegna þess að það er tvísýnt hvort ég fái eitthvað frá Lín þessa önn. Spurning um að hvort ég sé komin á fimm ára regluna. En það kemur í ljós í dag eða á morgun.

Fyrsta æfing á Life by Tenn atvinnusýningunni minni gekk vel, skrítið að vera vinna með kennurum sem bara einn af hópnum. Þarf að finna jafnvægið þar, ég byrja alltaf með einhverja minnimáttarkennd, sem ég betur fer kann að fara með núna.

Jebb, jebb.

 


Hettusótt

Já, hettusótt. Litli drengurinn Unnar Geir náði sér í þennan yndislega sjúkdóm. Ég er búin að liggja heima, einangraður í 3 daga en verð að vera heima í minnst viku. Andlitið á mér er um það bil tvöfalt en hefur verið að hjaðna samt. Nú er bólgan að mestu komin niður í háls á bringu. Mér líður ekkert illa og þessu fylgja engir verkir. En það er ekkert sérstaklega gaman að ganga um með tvöfalt andlit og bera smitsjúkdóm. En það er lítið við þessu að gera, bara sitja heima og bíða. Jebb, jebb.

Enn eitt árið

Þessi afmælisdagur kom eiginlega svolítið aftan að mér verð ég að segja. Stærstu áfangarnir eru útskriftir á komandi mánuðum svo árlegir viðburðir eins og afmæli hreinlega gleymast. En engu að síður er að renna í 10. ágúst, eins og gerist árlega og þá bætist eitt ár í sarpinn. Ég veit ekki hvað ég á að safna mörgum, það kemur bara í ljós. En ég er nú komin með slatta, þannig sé sko.

Já, blendnar tilfinningar verð ég að segja. Þetta er allt í góðu sko, skólinn og komandi ár. Ég er ekkert smeykur við að takast á við komandi verkefni. Mér bara leiðist að brasa þetta allt saman einn alla tíð. Ég er ríkur af vinum og kunningjum og fjölskyldan er alltaf í kallfæri, en samt. Nóg er nú af skrítnum einsetu körlum í mínum ættum að ég bætist nú ekki í þann hóp. Það er víst nóg af fiskum í sjónum, en annsi margir af þeim eru bölvaðir þorskar.

En guð hjálpi okkur nú ef ég ætla nú að leggjast í kör yfir þessum hugsunum. Lífið er einfalt og það eru alltaf til minnst tvær lausnir á öllum verkefnum sem fyrir okkur eru lögð.

Ég er að fara kenna í fyrsta skipti á miðvikudaginn, hlakka mikið til. Svo er ég að reyna að fá að komast inn að kenna jóga næsta vetur. Sé hvernig það fer. Svo byrja æfingar á atvinnu verkefninu þann 18, og síðasta leikritið okkar sem 3. árs nema hefst núna á miðvikudaginn. Svo nógur andskotinn er að gera.

Mig langar í flugmiða til íslands og til baka í afmælisgjöf og 13 milljónir eins og Ómar Ragnarsson og bland í poka fyrir 200 kr, ekki mikið af sterkum molum. 

Lifið heil.


Án Þín

Án þín er lag sem ég fyrst söng í brúðkaupi Öddu og Þórhalls. Sama ár fékk ég Valdimar Kristjónsson til að spila með mér og Kristínu Þóru Haraldsdóttur til að taka upp fyrir mig. Þessa upptöku gaf ég svo fólki sem mér þótti sérstaklega vænt um í jólagjöf. Núna tókst mér svo loksins eftir langa mæðu að koma laginu yfir á youtube.com, vonandi fyrsta lagið af mörgum. Vona að þið njótið vel.

http://www.youtube.com/watch?v=lqBxmanywIA


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband