Á tölvuöld

Ég var búin að rita hér eina lengstu færslu sem ég hef ritað í langan tíma. Og svo bara blúbbs og hún hvarf. Svolítið pirraður. En ég sit hérna í eldhúsinu heima það rignir og ísbíllinn keyrir í hringi og spilar spiladósalög fyrir hverfið. Ég veit ekki en spiladóslög og rigning gera mig ekkert sólginn í ís. Sól og hiti virka betur.

Þeir eru skrítnir þessi bretar, nú eru allir brjálaðir því nýtt pund kemur út í sumar. Þeir eru víst ekki sáttir við að britania kvenmynd sem táknar bretland sé ekki lengur á myntinni. Eins og það sé ekki nóg um að þræta.

 Svo heyrði ég að einhver þingmaður neyddist að gefa út yfirlýsingu um að hann hefði sofið hjá 30 konum. Veit ekki af hverju hann fann sig knúinn til að deila þessu með þjóðinni. En þarfar upplýsingar samt, eða hvað? Alveg er mér sama hvað mínir þingmenn hafa sofið mikið hjá fólki yfir ævina. Svo lengi sem þeir drullast til að lækka skatta á matvöru, áfengi, bensíni og fatnaði svo kannski sé búandi á þessu íslandi. Svo þurfti þingkona að svara fyrir hvers vegna hún hefði klæðst lögguúlpu á kvöldgöngu með lögregluþjónum, þegar hún var að kynna sér störf þeirra. Já, það er ekki bara skrítið þing á íslandi, þingmenn eru greinlega bara skrítið fólk. Eða fólk með skrítinn tilgang.

Því öll höfum við tilgang sem dregur okkur áfram í því lífi sem við viljum lifa. Því við lifum því lífi sem við viljum lifa. Við höfum alltaf val. Einn af mínum sem síðan tengist einum stórum (sem ég segji kannski seinna frá) er að ég vil vera fullkominn. Það er ekki þar með sagt að mistök eigi sér ekki stað. Heldur geri ég ekki neitt nema að vera viss um það mistakist ekki. Þannig sleppi ég frekar að gera vissa hluti til að þeir mistakist ekki í höndunum á mér.  Eða til að fullvissa mig um að þeir muni mistakast, læt ég þá mistakast. Þetta tengist síðan hugsuninni að ég geti ekki lært. Ef ég hugsa það nógu oft verður það svo stór hugsun að ég fer að trúa henni. Sem endar svo með því að ég get ekki lært því ég hef ákveðið það fyrirfram. Að gera mistök er ein leið til að læra, því verð ég að þora og þola að gera mistök. Hvernig kemst ég að einhveju nýju um mig og mín takmörk ef ég reyni aldrei á mig og spila alltaf öruggan leik? Þetta er eitthvað sem við erum vinna í milli þess sem við dönsum, berjumst og stöndum á haus.

Leikona kom og hélt fyrirlestur um hvernig er að koma sér áframfæri, hvað skal gera og hvað ekki. Þetta er hörkupúl en spennandi. Aðalmálið er að gefast ekki upp. Hún benti okkur líka á að þegar það kemur að sjónvarpi og kvikmyndum er það fyrst og fremst útlitið sem skiptir máli. Ekki það að vera grannur og fallegur, þá fengi nú engin breti vinnu. Heldur segir útlitið svo mikið í miðli eins og sjónvarpi eða í kvikmyndum. Hún hefur fengið hlutverk af því hún er þybbinn og með frambit. En ekki endlega vegna þess að hún er besta leikkonan. Hún sagði það líka skipta máli að vera undirbúin og mæta tímalega. Því ef valið stendur á milli tveggja leikara sem hafa sömu hæfileika og útlit er sá valinn sem mætti tímalega og undirbúin. Leikstjórin einn sagði henni um einn leikarann að hann vissi vel að þetta væri ekki besti leikarinn en hann mætti alltaf á réttum tíma, kynni línurnar og gerði það sem af honum var ætlast. Þess vegna gæti hann treyst honum, og þyrfti ekki að vera eyða tíma í að hugsa um hann. Ég vona samt að ég fái hlutverk vegna þess ég geti leikið en ekki vegna þess að ég kunni á klukku og geti lesið.

Þetta er í meginn dráttum hvað ég ætlaði að láta frá mér.

Það rignir enn svo ég má vera áfram í leti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband