Þraut og pína

Í dag var fyrsti fimleikatíminn eftir tveggja vikna frí. Að auki var hann tvöfaldur sem sagt 90 mín. af stanslausum fimleikum. Við vorum vægast sagt í slæmu formi. Allir nema sú sænska, en hún hélt því fram að hún væri sko ekkert þreytt. Annað kom nú í ljós þegar hún hrundið ítrekað í gólfið. Handahlaupin voru eitthvað að vefjast fyrir henni. Botninn tók samt úr þegar hún sprengdi botninn á buxunum sínum. En hún var að gera hnébeygjur þegar allt í einu buxurnar gáfu sig af þunga botnsins. Skemmtilegt fyrir okkur en vandræðalegt fyrir hana. Ég verð örugglega eitthvað aumur í sögulegu dönsunum á morgun.

Ég fékk í gær aríu úr La Bohéme á disk og textann á blaði. Leikstjórinn vildi að ég væri í verkinu hennar. Já, já ekkert mál segi ég. Við hittumst á fundi í dag að ræða persónuna og svona. Að fundi loknum spurði ég hvenær við myndum sýna, á þriðjudaginn svaraði hún skælbrosandi. Frábært, ég á sem sagt að læra aríuna á viku utan bókar án þess að hafa nótur. Og ég er á æfingum öll kvöld og alla helgina. Lífið er einfalt, lífið er einfalt hugsa ég því núna milli þess sem ég lem Che gelida manina inn í hausinn á mér. En hvað er lífið án áskoranna? Notalegt, þægilegt og öruggt, kannski? Ee já, en ekki spennandi og gefandi eða hvað? Þetta kemur allt í ljós á þriðjudaginn næsta. 

Annars er allt í góðu, mig langar að vísu í nýja dýnu og sjónvarp. Sé til hvort ég næ að spara fyrir því hvoru tveggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að hafa nóg að gera.

Ég myndi sleppa sjónvarpinu. Það er fullkomlega ofmetið fyrirbæri.

Bára (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:54

2 identicon

Hvenær ætlar þú líka að horfa á sjónvarpið?????

Kv Ída (á leið í húsmæðraorlof)

Ída (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:05

3 identicon

ó mæ!! Þú hefur alla mína samúð og færð fullt af hugskeytum um gott gengi. Er líka að fríka út þessa dagana, er stúfull af kvefi og 8. stigið eftir 2 vikur.. hressandi.

kv. Hildur

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Bára sjónvarpið er flóttaleið í hugsunar lausann heim. Þar er sundum gott að dvelja. Góða ferð Ída njótu þín. Hildur baráttu kveðjur. Kvefið gæti bara verið líkamað stress. Ég hugsa til þín.

Unnar Geir Unnarsson, 18.4.2008 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.