Gleðiganga

Ég átti alveg frábæran dag í londoni á laugardaginn. Við mættum snemma í gönguna og fengum að hjálpa til við að bera 200 metra langann regnboga fána. Sem var ekki slæmt. Unnar Geir gekk því um götur london og veifaði til fjöldans og kallaði KOMA SVOOOO ! og allir hrópuðu á móti veiiii! Ekki slæmt. Eftir gönguna var svo risa partý á Trafalgar og svo eitt alsherjar götupartý í Soho. Ekki slæmt. Þetta var svona eins og íslensk útihátíð að vera í Soho, nema hvað fólk sá ekki ástæðu til að senda ólögráða unglingana sína á svæðið. Svona eins og foreldrar gera heima. Seinna um kvöldið var svo risa ball á G-A-Y klúbbnum, langt fram á nótt. Góður dagur, betri miðdagur og besta kvöldið. Ég hitti fullt af nýju fólki sem veit ekkert um leiklistarvísindin og tala bara um daginn og veginn. Ekki slæmt. Þannig nú er ég með fullann síma af númerum sem ég get náð í venjulegt fólk þegar ég þarf á þvi að halda. Læt fylgja með mynd af mínum hressum und kát í göngu. Það eru fleiri myndir í albúminu, london pride

Ég voða hress und kát


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að þú skildir eiga svona líka frábæran dag í útlandinu. Greinilega mikil gleði. Endilega reyndi að tala við eitthvað af þessu ,,venjulega fólki"

Kv Ída (sólbrennda á klakanum)

Ída (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:32

2 identicon

Já eins gott að þú farir að tala við venjulegt fólk, mér sýnist á myndinni hérna að þú sért orðinn hálfgerður psycho! Ég ber ljósmæðrum kveðju þína :)

Helga (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:22

3 identicon

gott að þú skemmtir þér vel flottur fáni skrítið að sjá myndir af torginu

Mamma (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:45

4 identicon

Gleðigangan er frábær mixer : ) Hún var einn af hápunktum Sydney-dvalarinnar á sínum tíma, *andvarp*. Þá ringdi reyndar svo mikið að það sást ekki hvar maskarinn endaði og netsokkabuxurnar byrjuðu...

Agnes (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband