Drengurinn alveg að gera sig

Jæja, seinni sýningin á Stillimyndinni gekk líka svona líka alveg ljómandi vel. Ég var mjög ánægður með það og seinna um kvöldið fékk ég líka jákvæða dóma fyrir leik í æfingu hjá öðrum leikstjóra. Þannig öll þjáning síðasta árs er að borga sig. Enda var þetta kannski alveg eins slæmt og ég var að mikla þetta í höfðinu á mér. En það er samt meira en að segja það að flytja út, hefja nám í nýju landi og skilja allt og alla eftir. En nú líður að lokum fyrstu annar á öðru ári og hér er ég enn.

Ég sýndi fyrstu sýningu á leikstjórnarmyndinni minni í kvöld. Þau voru ánægð með þá vinnu sem ég hafði lagt í verkið, augljóslega mikil væntumhyggja og hugsun lögð í verkið. Sem er alveg rétt en ég veit samt að ég gæti lagt enn meiri vinnu í þetta, sem ég ætla að gera um helgina. En ég veit líka að ég get vel gert þetta án þess að missa vitið og væla og skælja. Eins og blessað liðið sem er á fjórða ári núna. Hún Angela er að vísu að sýna útskriftarverkið sitt núna um helgina, og stendur sig vel. Mætir með vel æfða og hugsaða sýningu með bros á vör og tekur með opnum hug á móti leiðbeiningum og athugasemdum.Hún er líka bresk og hefur húmor, sem er eitthvað annað en þessir blessuðu svíar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir yndislega daga (er samt með blöðru á ilinni á stærð við tunglið og er að losna við göngu strengina í fótunum) svona systkina hittingur verður klárlega endurtekinn! 

Og til hamingju með góða dóma, auðvita færðu að sjá árangur erfiðisins á fyrsta ári, og vonandi áttu eftir að fá enn meiri ánægju. Þú ert svo klár og hæfileikaríkur, ferð létt með þetta. Bara taka öllu með jafnaðar geði. 

En þú mátt ekki verða fyrir vonbrigðum ef litli frændi verður svo litla frænka

bestu kveðjur úr sveitinni

Hildur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Verð aldrei fyrir vonbrigðum með þig gæska, þó þú eignist geimveru

Unnar Geir Unnarsson, 7.11.2008 kl. 00:13

3 identicon

gott að þér gengur vel , þolinmæði þrautir vinnur allar

Mamma (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband