Sko drenginn

Bæði verkin mín komust áfram í prófið. Sem þýðir að ég hef einn leikstjórna nema á dagnámskeiðinu staðist önnina. Ég ætla bara að leyfa mér að vera stoltur af því, andskotinn hafi það og sé ekki eina einustu ástæðu til einhvers gervi hlédrægni og hóværð. Ég helli úr skálum reiði minnar þegar mér svo sýnist, íþyngi ykkur með þungum þönkum þegar þá ber að garði. Því þá ekki að leyfa sér að monthanst þegar maður hefur nú aldeilis unnið fyrir því.

Á sunnudaginn stillti ég upp smá jólaskrauti sem ég tók að heimann. Þetta eru fáeinir hluti sem hafa fyllt mér alla tíð. Enda þarf ég lítið annað til að komast í jólaskap. Svo skelltum við saman í einn aðventukrans strákarnir, svo þetta var allt mjög hugulegt.  Aðventukransinn samanstóð af 4 spritkertum og tveimur kiwium, okkur fannst það ekki alveg passa en þau voru þó græn. Seinna skiptum við þeim svo út fyrir mandarínu.

Jæja, nú verð ég að fara læra, allt að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko strákinn stolt mamma hér vertu bara reiður þegar þú vilt þarna í london

Mamma (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:06

2 identicon

Til hamingju með árangurinn!

Sóley (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:40

3 identicon

Til hamingju :) reiður, glaður, svekktur eða sár, þú verður samt alltaf Unnar okkar er það ekki?

Er núna að hlusta á Rás 2 og það er verið að spila nýtt jólalag með Geir Ólafs... hann syngur á Færeysku.. HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:56

4 identicon

Skál!!!

Hlynur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband