Frí

Jæja þá er önninni lokið og allt gengið yfir. Ég fékk góða dóma eftir önnina og verkin mín þóttu góð og öllum leikurunum mínum hrósað fyrir góðann leik. Ég er þegar með nokkuð skýrar hugmyndir um hvað ég vil gera á næstu önn, er bara að leyfa þeim hugmyndum að þróast í róleg heitunum. En á næstu önn þarf ég að skila af mér 4 verkum, tveimur frá síðustu önn og tveimur nýjum. Það verður því nóg að gera næstu önn, en þá verð ég líka komin með nokkuð góða mynd af því hvernig þetta gengur fyrir sig. Svo ég ætti að geta skipulegt þetta svo ég fari nú ekki yfir um. Helst að hinir leikstjórarnir verði með allt á síðustu stundu að þvælast fyrir manni, merkilegt hvað það er auðvelt að kenna öðrum um. Hehe lífið væri svo miklu einfaldara ef ekki væri fyrir allt þetta fólk.

En í dag á ég frí, sólin skín og þvottavélin malar, gæti ekki verið betra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju ! bravo bravo ;)

aðalheiður (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband