Þetta reddast...

Jæja, þá erum við búin að redda þessu herbergja veseni. Hingað flytur inn bresk kona fyrsta april, en þangað til býr hjá okkur ítalskur unglingur. Þetta verður spennandi vona ég, nýr kafli í samlífinu á framabraut.

12 vikur eftir af skólanum eða svona um það bil, ótrúlega stutt finnst mér samt þegar ég taldi þetta í árum og svo önnum svo mánuðum en núna eru bara 12 mánudagar eftir.

 Bolla bolla, bolla.


Hildur afmælisstelpa

Hún elsku besta Hildur systir mín á afmæli í dag. Mikið um dýrðir að sjálfssögðu geri ég ráð fyrir, ekkert bætir mánudag betur en afmæli.

Hafðu það gott elsku systir.

Við voða sæt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fögur og fríð erum við... Veit ekki... :)


Fyrsta skrefið

Spennan eykst, ég fór í fyrstu prufuna mína í dag og gekk bara vel. Prufan var fyrir netþáttaseriu, sem fjallar um ungan vesaling sem er hent út af foreldrum sínum í von um að hann fullorðnist. Ég hitti höfundinn og framleiðandann höfundurinn var sveittur og síðherður smástrákur og framleiðandinn var feitur og fertugur í fjólublári skyrtu. Ég brunaði í gegnum handritið og hoppaði um fyrir framan myndavélin, þeir hlóu og brostu breytt.

Svo nú er bara að bíða og sjá hvernig fer


gangverkir

Já, þetta gengur.

Nú eru bara 6 og hálf vika eftir af þessu verki og svo bara eitt í viðbót. Og þá og loksins þá er ég búin. Ekki það ég sé að kvarta það gengur bara vel að æfa, en það væri samt voða gott að klára.

Ég mæti reglulega og teygji og toga millana í bílaklúbbnum. Veit samt ekki alveg hvað er með miðaldra bumbu karla og ofur stuttar stuttbuxur, ef einhverjir ættu ekki að sýna leggina þá eru það miðaldra karlmenn.

Ég fann þetta fína sjónvarp úti á götu um daginn, svo nú get ég loksins horft á alla dvd-diskana mína. Endalaust sniðugt kerfi þessi götuendurvinnsla, þú bara setur út á stétt það sem ekki lengur hentar þínum lífstíl og einhver annar tekur það heim. Sjónvarpið mitt sat á risakassa utan af flatskjá, svo ég get líklega mætt eftir 3 ár og sótt flatskjáinn.

Nú er sumarið að koma, fyrsta frí sumarið mitt í fjögur ár, ummmm sumar sumar og sól.

Bestu kveðjur,

;)


Morðsaga

Hvað haldiði nú?

Eins og þið vitið er mér ekkert sérstaklega hlýtt til þeirra sænsku, en nú horfir til betri tíðar. Ekki það  að ég hafi fullorðnast nei, nei. Hinvegar fæ ég að skipuleggja dráp hennar næstu 7 vikurnar. En ég leik andlega vanheilann eiginmann hennar í næsta verki. Að vísu kemst upp um mig í lokin og hún lifir en það eru bara síðustu andartökin í verkinu. Já, lömbin mín gaman af þessu. 


Éljagangur í borginni

Svo segir mbl.is en hér í minni borg er bara rigning. Reyndar rignir oft hér í borg svo það er ekki frétt í sjálfu sér en vorið er aðeins farið að láta sjá sig. Bleiku blómin eru sprungin út á trjánum en þegar þau falla er komið sumar.

Talandi um sumar, mig langar að koma heim í júlí og ágúst ef þið vitið um góða vinnu fyrir mig endilega látið mig vita. 

Við byrjum á nýju verki núna á mánudaginn, Dial M for Murder eða Veldu M fyrir Morð. Hlakka til því þetta er aðeins léttara en það sem við höfum verið að vinna. Það eru því eftir einar fjórtán vikur af náminu, Húrra.

Ekkert gengur að koma út stóra herberginu, svo ef þið vitið um par eða velstæðan einstakling sem vantar herbergi í london þá erum við með eitt alveg pottþétt.

Fyndið fólkið hérna í london. Við erum flest útlendingar sem búum hérna og því margir siðir frá mörgum löndum í einum potti. Til dæmis eftir jólin þá setti fólk jólatrén út á stétt svo bærinn gæti hirt þau. Þar af leiðandi var fólk hendandi út trjám langt fram í janúar þar sem fólk heldur ekki jólinn allt á sama tíma. Þeir sem svo aftur á móti halda engin jól, sáu þarna kjörið tækifæri og fóru að henda alls kona rusli og drasli í trjáhrúgurnar. Svo í lok janúar voru hrúgur af jólatrjám ýmist með eða án skrauts, rúmbotnum, eldhúskollum og biluðum eldhústækjum um allt hverfið. Ég veit ekkert hvernig fór fyrir þeim eða hver tók þær. En þær eru horfnar.

Ég er alltaf að fá smá íhlaupavinnu í jóganu og alltaf í ríkramanna klúbbum. Um daginn var ég að aðstofa fína frú sem var með svo vel slípaðar neglur að ég skar mig til blóðs. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera flott heitin. En eftir viku kenni ég aftur í konunglega bifreiða klúbbnum, og í þetta sinn í langa barnum, veit ekki alveg hvernig það fer ég hef aldrei kennt jóga á breskum bar áður. 

Já, sú sænska var nú alveg að fara með mig blessunin. En samt sem áður náði ég að skemmta mér við leikinn þó verkið sé ekkert skemmtiverk. Ég dey úr berklum eftir að kona mín segist aldrei hafa elskað mig, foreldrar mínir eru báðir látnir sem og tveggja ára dóttir mín. Svaka stuð. Allavega fékk ég mikið og gott hrós frá kennurunum og nokkrum fullum meðleikurum í eftir partíinu. Svo ég er sáttur. Ég verð samt að minnast á meðleika minn, drengur sem var í skólanum fyrir nokkru en útskrifaðist ekki. Hann kunni ekki línurnar á generalprufunni og reyndar ekki á lokasýningunni heldur en hann náði nú samt að bjarga sér þá. En það besta var samt í lokasenunni þegar hann grét og grét yfir dauða bróður hans leikinn af mér, málið var að fyrir senuna hafði hann borið hitakrem í augun á sér. Hvorki fyrr né síðar hef ég upplifað annað eins, þvílíkur sauður. Svo var hann voða góður með sig eftir sýninguna því hann hafði grátið svo mikið. Allt gerist nú í leikhúsinu.

Jebb jebb,

það held ég nú.

 


Frumsýning

Við frumsýnum í kvöld og ég hlakka lítið sem ekkert til.

Það er ekki gaman að hugsa svona en þeirri sænsku hefur tekist að gera þetta alveg yndislega leiðinlegt ferli. Það er alveg með eindæmum hvað henni tekst að gera hlutina flókna og erfiða í hausnum á sér. Það er nokkuð ljóst að mig langar ekkert að vinna með þessari maneskju aftur.

En ekki misskilja mig það samt alveg hellingur til af flottu fólki hér og heima sem mig langar að vinna með. En hvort þeim langar að vinna með mér er náttúrulega önnur saga.

En allt tekur þetta enda, næsta vika er frí vika áður er næsta stríð hefst.

Toj, toj toj  á mig...


Æji

Já, þetta gengur, en mikið helvíti væri nú gott að vera búin með þetta.

Við æfum og æfum og bara tvær vikur eftir. Það er allt of langt að æfa í 7 vikur úff maður, en ekkert við því að gera.

Annars er annsi lítið um að vera hér í borg, nema að allir nágrannarnir í næsta húsi voru að fá sér nýja þvottavél. Veldi á þessu lið.

;)


Dauði

Já, eftir 90 mín fer ég á æfingu og dey úr berklum, svona er nú að vera leikari.

Leikara lífið er ljúft sofið út á hverjum degi og vakað frameftir. Ef ekki væri fyrir jógakennsluna þá væri ég orðinn feitur ungur leikari en í staðinn hangi ég í millistærð. 

Svo er ég mikið einn heima sem er bara yndislegt, get ekki beðið eftir að eignast eiginn íbúð, ég er búin að búa í einhverskonar samfloti í nærri 4 ár núna. 

Sænska flykkið sem er að leikstýra mér er að standa sig ágætleg, og þetta verður líklega bara nokkuð gott hjá henni.

Eitt fyndið þó, strákurinn sem leikur bróður minn er frá pakistan, pabbi minn er enskur, móðir mín sænsk, móðurbróðir minn íslenskur, eiginkona mín er frá líbanon og móðir hennar er svo kúrdi. Ég eignast svo dóttur sem er leikinn af drengbrúðinni Sam. Þetta er hinn litríkasti kokteill, og verður örugglega höfuðverkur fyrir blessaða áhorfendurna og finna eitthvað útúr þessu.

Annars er byrjað að vora hérna suður frá, sem þýðir að eftir 8 vikur vorar hjá skotum.

Annars er lítið að frétta, hér er skorið við nögl og lifað frá degi til dags. Ég er þó aðeins að fá jóga kennslu útí bæ. Var um daginn að kenna í Konunglega Bílaklúbbnum,í marmaraþakktri höll í miðborginni, þar kenndi ég millum á svölum með útsýni yfir fitukeppi svamlandi um í 25 metra innilaug. Gaman af því. 


Nýtt ár

Já nýtt ár runnið upp.

Spurning hvað verður úr því.

Ég klára skólann formlega, hjartanlega og ævinlega í vor. Þá kemur í ljós hvernig gengur að standa á eigin fótum og loksins upplifa drauminn. Fyrsta skipti sem ég nálgast þennan bransa sem atvinnumaður. Get ekki annað sagt en ég hlakki til.

Leikstjórnin gekk vel og ég veit hvað það var sem ekki var að ganga upp og hvers vegna. Aðalmálið er að halda í sína sannfæringu og vera samkvæmur sjálfum sér. Mig klægjar í fingurnar að byrja leikstýra aftur,spurning hvað kemur upp í hendurnar á manni næst.

Það var fyndið að vinna útskrifuðum leikara frá skólanum og sjá hann brjóta allar reglur sem okkur hafa verið settar. Það var eins og hann væri að prufa hversu langt hann kæmist með mig, spilaði sig voða merkilegan og vildi litla sem enga leikstjórn. Svo þegar ég gaf honum þá engan gaum, kvartaði hann yfir að fá enga leiðsögn. Þá gerði ég honum bara ljóst að svo lengi sem hann ynni vinnuna sína og væri á réttri leið hefði ég ekkert við hann að segja, ég ætlaði ekki að fara gefa honum nótur bara til að gefa honum nótur. Hann mætti alltaf seint og við vorum endalaust að færa til æfingar og tímasetningar fyrir hann. Steininn tók samt úr þegar hann tilkynnti mér á föstudeginum fyrir lokavikuna að hann væri raddlaus og ég skildi finna annan leikara. Ég varð svo reiður að ég gekk út, kom svo aftur og sagði honum að hann yrði komin með rödd eftir viku og hann ætti bara að þeigja fyrir utan æfingar þangað til. Við heldum svo æfingum áfram og hann skilaði mjög góðri vinnu, en enginn af þeim 30 leikstjórum sem eru að læra við skólann munu nokkurn tíman vinna með honum né þeir fimm sem vinna við skólann. Þetta sýnir bara enn einu sinni hversu orðstýr þinn hefur mikið að segja og enginn kemst upp með það sýna fólki vanvirðingu og dónaskap. 

Það var gott að hitta fjölskylduna og vini, verst að ná ekki að hitta alla. En ég ætla ekki að láta svona langt líða milli heimsókna. Það er erfitt að þeytast svona á milli fólks og varla ná í skottið á sjálfum sér. 

Heimferðinn gekk vel enda enginn snjókorn að þvælast fyrir greyið bretunum í þetta sinnið.

Svo er það bara jóga kennsla í fyrramálið, það verður gaman að sjá hvernig þau koma undann jólafríi.

Gleðilegt ár, koma svo!

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.