Ef ég sofna í nótt...

Jæja, þá er ég kominn "heim". Ég er búin að koma mér fyrir og mér lýst bara vel á þetta. Mér hefur tekist að gera þetta bara nokkuð huggulegt, held ég. Ég tók með mér smá dót að heiman til að gera heimilislegt. Þurfti vísu að þrífa, smá. Chris hefur ekkert verið duglegur við það, viðurkennir hann. En andinn er góður og ég hlakka til að byrja. Mér finnst eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég byrjaði hér að læra. Og ég veit að þetta hefur gert og mun gera mér gott. Það var rosalega erfitt að kveðja fólkið mitt, og það er það lang erfiðasta sem ég geri.

Ég er að hlusta á Palla og Moniku, Ef ég sofna í nótt. Og ég ætla að láta þau svæfa mig í nótt.

Þá er bara að koma sér í gírinn og fá sem mest út úr þessu öllu. Lífið er fallegt, munið það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú hafir sofið vel undir hörpuleiknum :)

Knús, H.

Helga (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband