Fyrsti skóldagurinn

Fyrsti skóladagurinn að baki á nýju ári. Gekk merkilega vel. Var ekki alveg viss á leðinni í skólann í dag hvort mig langaði yfirleitt að læra þarna. En þegar ég var komin rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég er leggja þetta á mig. Mig langar að læra leiklist, mig langar að vinna við leiklist. Og þetta er leiðin til að þessar langanir verði að veruleika. Enda gekk bara nokkuð vel í dag. Sama ruglið í gangi sem ég hef pirrað mig á. En nú þekki ég þetta, og þarna er ruglið normal. Þannig til hvers að vera e-ð að pirra sig á þessu. Nú er bara að læra og fá sem mest út úr hverjum degi fyrir sig. Við fengum umsagnirnar frá kennurunum í dag. Allt jákvætt bara, Una is the star sagði  yoga kennarinn, hehe. En athugasemdir sem komu fram snéru að hugarfarinu hjá mér. Það væri eins og mér finndist að ég kynni þetta allt og þyrfti ekkert að læra þetta. Sem er nákvæmlega rétt. En algjörlega rangt af mér að hugsa svona. Bara slappa af hérna og læra eins og maður. Stíga af baki háa hestsins, og haga sér. Þetta er mitt áramótaheit. Taka lifinu með ró, halda stöðugt áfram, en með opnu hugarfari.

ps. Bitri danshommlingurinn kennir okkur aftur ballroomdans. Ég ætti því að hafa e-ð að segja ykkur á föstudögum.

pps. Gaddfreðna fuglahræðan gerði bara grín þegar ég kom of seint í hugleiðslu í dag. Batnandi fólki er best að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ágætt að gaddfreðna fuglahræðan sé að skána og vonandi koma skemmtilegar sögur úr skólanum á föstudögum annars var bara að kíkja bæbæ

aðalheiður (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband