Slæ á lærdóm

Ég er snillingur. Jebb, snillingur í að slá því á frest sem ég hef tíma til að gera seinna. Nú hef ég haft 5 daga til að læra heima og undirbúa mig fyrir komandi vikur. En nú eru rétt fjórar vikur í prófdaginn. En í staðinn hef ég gengið um gólf og fundið mér allt mögulegt til dundurs, allt annað nema læra. Mig minnir að Ási í Hagaborg hafi sagt að gerast nemi væri einnig að gerast áskrifandi að nagandi samviskubiti. Því í hvert sinn sem þú værir ekki að læra værir þú alltaf að hugsa að þú ættir nú að vera læra. En engu að síður nái ég um kvöldmatarleytið loks að byrja læra. Að vísu náði ég fyrr um daginn að skrifa flotta styrkumsókn til Kaupthings og millifærði húsaleiguna en ég átti að vera læra. En það var erfitt að reyna læra Che gelida manina á ensku með eyrnatappana í kafi í eyrunum þegar Roi og Chris sátu syngjandi fullir í eldhúsinu fyrir neðan. Já, misjafnt er það sem mennirnir aðhafast.

En í dag er nýr dagur, ég vaknaði klukkan níu. Og hef einsett mér að læra þangað til ég fer að sjá King Lear. Það rann nefnilega upp fyrir mér þegar ég var að setja niður námsárangur og starfreynslu vegna umsóknarinnar. Að ég er bara alls ekki eins vitlaus og ég hélt að ég væri. Ég hef bara staðið mig nokkuð vel. Sú hugsun fæddist nefnilega í hausnum á mér að ég hefði sóað tímanum fram að þessu. Ég hefði klúðrað öllu og ætti ekki neitt. En þegar ég horfi á líf mitt á svörtu og hvítu til þessa dags og svo fram á veginn. Það get ég ekki annað en verið ánægður og hlakkað til þess framtíðin ber í skauti sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já til hamingju með fallega ferilskrá strákur :-)

Sól skín í heiði líka í Reykjavíkinni, lífið leikur við okkur, og listahátíð er sett á fimmtudaginn, kemurður með? ég á boðsmiða?

Kveðja, Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk. Já, aldrei að vita. Hittumst heimahjá þér um sjö í fordrykk og skellum okkur svo. ;)

Unnar Geir Unnarsson, 14.5.2008 kl. 17:54

3 identicon

Það eru ótrúlegustu hlutir sem maður kemur í verk þegar maður ætti að vera að læra. Eldhússkápar eru þrifnir, langir göngutúrar eru vinsælir og þvotturinn verður allt í einu mjög heillandi Synd að prófin séu ekki oftar á ári, hugsið ykkur hvað manni gengi vel í öllu hinu .

Þú stendur þig alltaf jafn vel og gott að vita að þér líði líka vel..

kv. Hildur 

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband