Hugleiðing

Við erum að vinna stutt verk sem við setjum upp núna um miðjan mánuðinn. Það sem við meðal annars gerum er að skapa forsögu og þankagang þess fólks sem kemur fyrir í verkinu. Þessa sköpun byggjum við upp á þeim upplýsingum sem við fáum við lestur verksins. Öll þessi vinna fær mann til að horfa á sitt eigið líf. Eitthvað sem við gerum reyndar alltaf í skólanum. En núna þarf maður ekki að gera grein fyrir eigin hugsunum og segja frá. Því koma upp hugsanir sem kannski myndu ekki annars koma fram. Eins og til dæmis hvað ég er ótrúlega lánsamur að vera læra þá list sem hugur minn þráir hvað mest. Ég er að leggja grunninn að framtíð minni ég fæ heil fjögur ár til þess eins að læra og viða að mér reynslu og þekkingu. Eitthvað sem ég byggi svo ofann á það sem eftir er. Ég á yndislega fjölskyldu sem styður mig og vill mér það besta. Vini og kunningja sem fylgjast með spenntir og gleðast með í gleðinni og veita stuðning og skilning þegar á móti blæs. Hvað getur maður annað gert en verið glaður og þakklátur? Ekki er hver dagur fullkomin og fullur blóma angan og sólskini en hvað með það? Ég er betur staddur í dag en í gær og einum degi nær takmarkinu. Takmarkið er alltaf að vita hvað takmarkið er, sjá það fyrir sér og stefna þangað og ennþá lengra. Því hvað er lífið ef ekkert er til að takast á við? Ef ég legg ekkert á mig hvers virði er þá sigurinn? Lífið er fallegt, við eigum sjálf okkar líf og ráðum hvað við gerum við það. Við höfum valið, enginn er við stjórn nema við. Njótum lífins hver veit hvað svo tekur við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.