Ballet fætur, morðs virði...
29.10.2007 | 22:38
Jæja, talandi um hrós... ég er sem sagt með fætur sem eru morðs virði. Jebb, hin litla jassballet kennslukona var eitthvað að setja út á fótaburðinn hjá mér í dag. Hún bað mig um að rétta fram fæturna og benda stórutá beint fram. Fuck, I would kill for those! Sagði hún, nee ne ne nee ne ne sagði ég þá. Allir hlógu, svaka stuð í ballet. En þau voru appó, ég sá að. Ég hélt samt áfram að skakklabbast um salinn, með fæturnar í hnút og aldrei í takt við tónlistana. En í huga mér var svífandi um eins og Boris Búrsníkoff balletmeistari. Því ég er með svo flottar fætur, sjáiði til.
Við áttum að fara í ballet eftir hádegi (Ég hlakkaði svo til að sýna kennaranum fæturnar) en enginn kennari mætti. Ókei, við notuðum tíman og lærðum heima. Þá var komið að sviðsbardagalistum en enginn kennari mætti. Við biðum í klukkutíma, og þá mætti hann loks. Fólk var eitthvað að misskilja stundartöfluna. Ég bætti sveifluna hjá mér með því að kyngja stoltinu og velja léttara sverð. Þvílíkur munur, ég get gert svona svifff hljóð og allt núna. Við notuðum svo síðustu mín. í að læra detta. Kannski kominn tími til þar sem við erum búin að slást í 5. vikur. En það var mjög gaman, ég get núna dottið um allt bæði fram og aftur. En ekki á hlið, hvorki hægri né vinstri. Kannski læri ég það seinna, hver veit...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Allt að koma...
29.10.2007 | 22:03
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)