Alveg að koma

Jæja, jólin alveg að koma og allt að gerast. Ég ætlaði bara að dingla mér í dag en var kallaður til vinnu. Svo hér er ég að vinna með honum sigga mínum. Það er svo sem ekkert verra en hvað annað. Enda er allt klárt hjá mér. Á bara eftir að strauja jólafötin og þá get ég hoppað í messuna. Það er ekki hægt að sleppa messunni, enda er hún svipuð að lengdt og það tekur að sjóða hrygginn, sniðugt.

Ég er rétt búin að ná upp orku eftir törnina þarna úti, og er farinn að hlakka til að byrja aftur eftir jól. En fyrst eru það jólin.

En drífið ykkur nú að gera allt sem þið eigið eftir, svo þið getið slakað á á morgun, ókei? Af stað nú!

 


Bloggfærslur 23. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.