Jólagjöfin er Þú

 Niðurstöður úr könnuninni liggja nú fyrir. Þú sögðu 40% í öðru sæti var Samvera með fjölskyldunni með 20%,  en í því þriðja með 13,3% varð  Utanlandsferð, Kyntröll og Bók/CD/DVD. En enginn sagði að sokkar væru jólagjöfin í ár.
Sem sagt jólagjöfin 2007 er Þú.

Sund

Við Hákon fórum saman í sund í bestu sundlaug austurlands á egilsstöðum í dag. Ótrúlega gott að hreyfa sig loksins e-ð að viti. Annars á Aðalheiður litla systir afmæli í dag, til hamingju með afmælið gæska. Bára vinkona á líka afmæli í dag til lukku og góðan bata. Hún er e-ð lasinn greyið.

Dagarnir eru frekar rólegir hjá mér núna hugsa mikið um skólann. Enég er ekki að vinna heimavinnuna eins og ég ætlaði mér. Það var ekki skylda, en ég var með svakaleg plön. En það er líka mikilvægt að slappa af, ekki satt?

Litli kubbur þeirra Ídu systur og Hjálmars verður skírður núna á sunnudaginn. Það er reyndar búið að nefna hann, Sæþór Berg. En presturinn á eftir að skvetta yfir hann vatni. Þannig það verður gert hér fyrir austan. Það verður bara stuð.

Ég fór á skrall á seyðisfirði og skemmti mér vel er mér sagt. Flaug samt duglega á hausinn og sit eftir með kúlu á stærð við jólaepli á enninu. Og skurð sem á eftir að enda í hraustlegu öri. En það er bara kúl að vera með ör.  Ennið á mér er hvort sem er alltaf að stækka. Þannig hlutfallslega á örið bara eftir að minnka.


Bloggfærslur 28. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband