Söngvagleði

Letidagur í dag. Ballet- og steppkennarinn mætti ekki dag. Og ég með fæturnar tilbúnar búin að smyrja rakakremi og skrapa siggið. Allt til fyrir bý. En hvað með það, það er nú ballroom á morgun get ekki beðið... Í staðinn þá horfði á á upptökur frá jólatónleikunum okkar alls ekki eins slæmt og ég hélt. Bara fínt hjá okkur. Það er frábært að geta farið yfir það sem maður hefur gert.

 Vitiði hvað? Hér er svona sjálfsafgreiðsla í matvörubúðunum. Geðveikt gaman, þetta var ekkert smá spennandi. Fyrst reynir maður öllum vörunum undir pípið, samt verður maður að passa að allt fari á vogina. Annars heldur kassinn að maður sé að stela. Svo bara treður maður peningunum inn í þar til gerða rauf og fær skiptimyntina í lófann. Þetta var ekkert smá gaman. Kannski skrítið að þetta skuli vera svona mikið mál fyrir mig. En svona hlutir gleðja mig þvílíkt.

Læt ykkur vita hvernig ballroomið var...


Bloggfærslur 10. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband