Hundrað ára
21.2.2008 | 00:33
Í dag kenndi okkur hundrað ára maður. Hann var samt ekki í alvörunni hundrað. Hann bara talaði þannig en í útliti var hann sjötíu og e-ð en í anda 25 ára. Til að gera ljóst hvað ég er að tala um, þá var gamal maður sem hreyfði sig eins og unglingur að kenna okkur. Hann starfaði sem látbragðsleikari en kennir núna tölvufólki að tengjast líkama sínum á nýjan leik. Blessaður maðurinn kom sem sólargeisli í sólmyrkva... eeeða e-ð svo leiðis. Sem sagt, að vinna með þessum manni gerði það að verkum að ég hef fundið inblásturinn á nýjan leik. Ég hef meiri trú á eigin hæfileikum og lífið er bjartara og leiðin er greiðari í dag en hún hefur verið lengi. Hann kenndi okkur að finna þyngdarpunktinn í líkamanum( Hann er þremur sentimetrum fyrir neðan nafla) og hugsa líkaman út frá honum. Upp, niður og til hliðar, út frá miðjunni skín svo bjart ljós. Þetta ljós getur lýst upp allan heiminn ef við viljum. Hann bað okkur svo að kveikja á litlu brosi, frá miðju punktinum og alla leið til auganna. Allt í lagi þetta hljómar skrítið en þetta var samt frábært. Þessi tilfinning sem kviknaði þarna var ótrúleg. Brosið fyllti augun af tárum og mér fannst ég gæti ferðast hvert sem var. Þetta er líklega fyrsta skipti sem ég upplifi hvernig hugleiðing virkar. En á sama tíma var ég svo jarðtengdur að mér fannst að ef ég tæki skref áfram myndi öll byggingin fylgja mér.
Annars... keyrði ég hljóðið á rennsli í kvöld og sýningin á Draumi á Jónsmessunótt er ekki eins góð og ég hafði þorað að vona. Vonbrigði, aðeins tveir af tíu leikurum léku af þeim gæðum sem ég myndi halda að skólinn stæði fyrir. En hvað með það. Áfram, áfram.
Ég stækkaði um þrjá sentimetra í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)