Allt á fullu
5.1.2010 | 07:49
Þá er allt komið á fullt, ég er samt ekki byrjaður að bóka neinar æfingar né eru aðrir byrjaðir að bóka mig. En samt er þetta ótrúlega fljótt að komast í rútínuna. Ég er aðeins að breyta hjá mér mynstrinu, fara fyrr að sofa og vakna fyrr. Mér finnst gott að eiga morgnana fyrir mig, taka tíma í að vakna og byrja daginn rólega. Þá er ekki eins og skólinn sé það eina sem maður gerir á daginn.
Mikið vona ég nú að hann Ólafur Ragnar það er að segja Grímsson skrifi undir í dag. Skil ekki allt þetta drama. Þingið hefur nú í tví- ef ekki í þrígang samþykkt að ganga við þessari ábyrgð. Þó sagt verði nei verður bara samið á ný og ég efast stórlega að við náum nokkuð betri samingum.
Annars er lífið hér bara eins og venjulega, ég er allur lurkum laminn efir fimleikana í gær. Frábært að hafa fimleika á fyrsta mánudegi eftir eftir jólafrí! En ég er hress búin að ná pestinni úr mér, en missti samt fimm kíló yfir jólin, geri aðrir betur. Mæli samt ekki með magavírus í fimm vikur, ekki góður kúr.
Athugasemdir
Aha! Jólakortið meikar loxins sens : ) Öfugt við forseta vorn...
Agnes (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:28
haha gott að heyra ;)
Hann er nú meira fíflið...
Unnar Geir Unnarsson, 6.1.2010 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.