Save or not to save? Save iceland?
6.1.2010 | 07:48
Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi...
Hvernig dettur manninum að gera svona, þegar tveir þriðju kjósanda skrifa ekki undir hvatningu til forseta um að hafna lögunum. Tveir þriðju kjósanda skrifa ekki undir og alþingi samþykkti lögin. Hvers konar lýðræði er þetta? Til hvers að hafa alþingi? Eigum við ekki bara að kosta til 106 milljónum í hvert sinn sem ákvörðun þarf að taka og Jón og Gunna sem hafa kynnt sér málin í hlutlausri umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins kjósa? Væri það ekki fínt fyrir jarðvöðlana sem umm allt ryðjast argandi og gargandi sem galtómar górillur með rakettur í sitjandanum?
Að fylgjast með alþingi að störfum milli jóla og nýárs var nú ekki til að auka virðingu þess meðal kjósanda. Þarna gjammaði fólk fram í fyrir hvort öðru eða jós svívirðingum yfir hvort annað utan og innan ræðustóls svo ítrekað varð að biðja fólk um að haga sér. Og þetta er fólkið sem á að stjórna landinu? Engin furða að Færeyingar og Grænlendingar vilji ekki sjálfstæði þegar þeir sjá hvernig stóri frændi fer með það.
Nokkuð er ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson verður ekki forseti fleiri kjörtímabil og framtíð forseta embættisins er mjög óljós. Ég held að fígúru leikurinn sé genginn nógu langt.
Frá með Forsetann!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.