Á lífi
23.6.2010 | 22:28
Já, það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að það liggur við að maður sé feimin.
Skólinn er búin í bili er núna í milli anna fríi. Síðasta önn gekk mjög vel og fyrir ykkur sem eruð viðkvæm fyrir monti vinsamlegast hættið í lesa núna. Einn nemandi sýndi allar leikstjóra æfingarnar þessa önn og sýndi þær eins oft og kveðið er um í reglum skólans. Að auki sýndi sami nemandi æfingu sem ekki hefur verið sýnd síðan elstu menn muna. Þessi nemandi er auðvitað ég. Venjulega ná leikstjórar ekki að klára allar æfingarnar, hvað þá að gera þessa auka. Ég sýndi sem sagt Verse eða verk í bundnu máli, ég valdi Doctor Faustus eftir Marlowe, samtíðarmann Shakespears. Sú sýning gekk vel, en ég sýndi þá æfingu aðeins einu sinni. Allt í lagi, montinu lýkur hér.
Auðvitað hefur gengið á ýmsu síðustu mánuði en það er of langt mál að reka það hér. Ég er búin að vera í fríi núna í næstum tvær vikur, og vægast sagt notið þess í botn. Sofið út á hverjum degi og bara leyft mér að leiðast. Stundum verður maður bara að fá að iðjuleysast, á þess þó að leysast upp. Við byrjum reyndar aftur á mánudaginn en þá verð ég líka tilbúin að skella mér í lokaslaginn.
Sem sagt nú á ég eftir þessa sumar önn til að klára leikarann, þannig að 4. september verð ég leikari. Svo byrja ég að æfa lokaverkefnið mitt 4. oktober og sýni það 22. nóvember, þá verð ég leikari. Eftir það leik ég svo í sýningum hjá tveimur sænskum kvenn leikstjórum, guð hjálpi mér. Því ætti að ljúka april/maí. Þá verð ég frjáls maður. Í júní 2011 verðum við svo með showcase-ið okkar eða útskriftar/prufu/sýningu þar sem við flytjum einræðu og samtalsbút/lag. Þá verð ég "ungur" leikari í leit að vinnu, einhver? Ég ætla að sjálfsögðu að syngja, langar að syngja óperudrauginn Tónlist Næturinnar eða Music of the Night, fyrst maður getur trallað.
Jæja, þá er klukkan farinn að ganga tólf og enn er 28 stiga hiti. Ég lá út í sólinni í allan dag að lesa sumarleikritið okkar, ó ljúfa líf ;)
Athugasemdir
Hér er rosa montin stóra systir hlakka til að sjá verk hjá þér í nóvember.
Ída Björg (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:31
Takk, hlakka til að fá ykkur.
Unnar Geir Unnarsson, 23.6.2010 kl. 22:38
Til hamingju með árangurinn, ég bjóst ekki við öðru en að þú myndir standa þig best af öllum :)
Helga E. (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:38
Þetta er nú varla nokkur samkeppni, bara sænskar konur og breskir karlar, iss piss. Múúúhahahahaaaaaa.... Jebb
Takk samt Helga, hafðu það gott í afslappinu :)
Átt það skilið
Unnar Geir Unnarsson, 26.6.2010 kl. 09:42
Rakst hérna inn eftir feisbúkk link hjá þér. Gaman að heyra af þér gamli og sjá að allt gengur í haginn. Ég gerði ráð fyrir því að þú myndir skara fram úr ... svo þetta er ekki alveg eins fréttnæmt fyrir vikið ;-) En til lukku í krukku og njóttu lífsins (innan eða utan kirkju hehhehe).
Ási (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 14:58
Sæll Ási,
Hehe Takk fyrir það gæskur.
Gangi þér sömuleiðis allt í haginn og góðan daginn. Ég veit að þú nýtur lífsins.
:)
Unnar Geir Unnarsson, 27.6.2010 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.