Enn eitt árið
9.8.2010 | 20:50
Þessi afmælisdagur kom eiginlega svolítið aftan að mér verð ég að segja. Stærstu áfangarnir eru útskriftir á komandi mánuðum svo árlegir viðburðir eins og afmæli hreinlega gleymast. En engu að síður er að renna í 10. ágúst, eins og gerist árlega og þá bætist eitt ár í sarpinn. Ég veit ekki hvað ég á að safna mörgum, það kemur bara í ljós. En ég er nú komin með slatta, þannig sé sko.
Já, blendnar tilfinningar verð ég að segja. Þetta er allt í góðu sko, skólinn og komandi ár. Ég er ekkert smeykur við að takast á við komandi verkefni. Mér bara leiðist að brasa þetta allt saman einn alla tíð. Ég er ríkur af vinum og kunningjum og fjölskyldan er alltaf í kallfæri, en samt. Nóg er nú af skrítnum einsetu körlum í mínum ættum að ég bætist nú ekki í þann hóp. Það er víst nóg af fiskum í sjónum, en annsi margir af þeim eru bölvaðir þorskar.
En guð hjálpi okkur nú ef ég ætla nú að leggjast í kör yfir þessum hugsunum. Lífið er einfalt og það eru alltaf til minnst tvær lausnir á öllum verkefnum sem fyrir okkur eru lögð.
Ég er að fara kenna í fyrsta skipti á miðvikudaginn, hlakka mikið til. Svo er ég að reyna að fá að komast inn að kenna jóga næsta vetur. Sé hvernig það fer. Svo byrja æfingar á atvinnu verkefninu þann 18, og síðasta leikritið okkar sem 3. árs nema hefst núna á miðvikudaginn. Svo nógur andskotinn er að gera.
Mig langar í flugmiða til íslands og til baka í afmælisgjöf og 13 milljónir eins og Ómar Ragnarsson og bland í poka fyrir 200 kr, ekki mikið af sterkum molum.
Lifið heil.
Athugasemdir
ég vona að dagurinn hafi samt sem áður verið hinn ánægjulegasti og vittu til, draumaprinsinn er handan við hornið... verst er hvað það er erfitt að finna þetta blessaða horn :)
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:27
Gott þetta með hornin hjá Hildi. Sorry með pakkann vona að súkkulaðið hafi samt dugað. Erum annars á fullu að finna ferð til að koma og hitta þig:)
Ída (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.