Svo bregðast krosstré...
23.8.2010 | 21:12
Og ég sem hélt að allt væri að ganga svo vel. Hún byrjuð að æfa golf, þó hún hafi nú eitthvað misskilið þetta og lamið Tígra og bílinn hans. Já, svona er þetta bara, kannski bara eins gott fyrir börnin að þurfa ekki að alast upp á heimili sem þetta myndi hanga yfir öllu eins og mara. Gott að þau skilji að þegar einhver brýtur af sér þá verða af því afleiðingar. Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru bara einn tveir og þrír. Tígri hefur bara alveg misst sig í frægðinni, ég er kóngur alheimsins hefur hann hrópað á vélarhlíf golfbílsins eins og Leó í stafni Titanic. Haldið að hann gæti allt og mætti allt. Jebb svona náttúrulega gengur ekki. Lífið snýst ekki um að pútta í holu, ekki gengur að elta járnið. Tígri hefur gleymt að stoppa hugsa og sjá hvað hann hafði, hverju hann hafði áorkað. Þessi maður vann fyrir því sem hann átti hörðum höndum. En það virðist að hann hafi ekki hugsað hvað hann vildi svo gera þegar kæmist þangað sem hann ætlaði. Þess vegna missti hann allt úr höndunum á sér. En sú sænska er dugleg, nú getur hún sprett um skeiðvöllinn með fulla handtösku af krónum með samúð heimsins að baki sér.
Ég ætla hér með að gefa þeim tilfinngarlegt svigrúm til að aðlagast nýju lífi. Áður en ég tjái mig um þetta mál, sem ég annars hef ekkert vit á.
Tiger Woods og Elin skilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.