Útskrift
5.9.2010 | 12:40
Þá er ég útskrifaður sem leikari. Síðasta sýningin mín sem leikaranema var í gærkvöldi.
Já, þrjú ár að baki. Ekki langur tími en í öðru þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað láta þennan tíma virðast sem áratugir. Þegar ég horfi til baka á myndbönd frá fyrstu önninni er ekki laust við að maður hálf skammist sín fyrir drengstaulann. En hvað með það, þetta er búin að vera góður tími og í raun það besta verkefni sem ég hef teklið mér fyrir hendur. Nú blasir við að fara vinnan í loka verkefninu og ég kem til að halda mér í æfingu með að vinna í sýningunni sem ég verð í núna í lok september. Fyrsta skipti sem ég verð að vinna í atvinnusýningu sem leikari. Ekki sviðsmaður eða tæknistjórn heldur sem leikari sem stendur jafnfætis öðrum leikurum á sviðinu. Það er í raun núna sem ég skrifa þetta að það rennur upp fyrir mér hvað þetta skiptir mig miklu máli.
Leikstjórinn biður svo handan við hornið en það verður núna í lok nóvember sem ég lýk loka verkefninu.
Í júní næsta sumar verður þessu 4 ára rússíbana ferðalagi lokið. Og það næsta tekur við.
Í dag er alþjóðlegur leti dagur nýútskrifaðara leikara, ég ætla kannski út fyrir húsins dyr, en kannski ekki.
Heil og sæl.
Athugasemdir
Til hamingju!!!
Bára (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 17:18
elsku unnar minn!
innilega til hamingju aftur :D
er svo stolt af þér og hlakka ekkert lítið til að hitta þig í nóv!
xxx
aðalheiður (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 18:31
Takk, takk.
Takk litla syss, já við tökum duglegt djamm í london baby... eða eitthvað ;)
xxx
Unnar Geir Unnarsson, 5.9.2010 kl. 20:27
Æææðislegt! Til hamingju með þetta minn kæri - mátt svo sannarlega vera stoltur af sjálfum þér!
Agnes (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 08:26
Sæll Unnar.
Innilega til hamingju með leikaratitilinn og bráðum leikstjóratitil líka. You are a STAR.
Bestu kveðjur
Sigga Dóra.
Sigríður D. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 16:42
Til hamingju með titilinn elsku bróðir draumurinn orðin að veruleika og sá næsti að rætast rétt handan við hornið. Erum ótrúlega stolt af þér. Sjáumst fljótlega:) Kv elsta systir
Ída Björg (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 16:58
Til hamingju með titilinn elsku stóri bróðir :) Við bíðum spennt eftir að sjá árangur erfiðisins í nóvember, það verður stórkostlegt! :) vegni þér vel þangað til og bestu kveðjur frá okkur öllum!
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.