Æfa alla ævi
26.10.2010 | 17:06
Já, núna æfum við á fullu krakkarnir. Gengur bara vel, en ég hlakka mest til að fara vinna þetta á sviðinu og fara sjá þetta taka á sig mynd. Því núna erum við að taka þetta í hæggengnum hænuskrefum, svo kölluðum tíu skrefin. En gengur þó hægt gangi.
Af mér svona persónulega er það helst að frétta að ég er fluttur úr litla herberginu og komin í miklu rúmbetra og skemmtilegra rými. Get heldur betur loksins teygt úr mér en jóga kennslan borgar fyrir nýja herbergið. En ég þarf að finna mér vinnu frá og með janúar á kvöldin og um helgar. Endilega látið mig vita ef þið vitið um fjarvinnu eða eitthvað slíkt.
Í leikhópnum mínum eru tvær sænskar konur. Svíar eru ekki fæddir með kímigáfu en á síðustu 3 árum hefur mér samt tekist að kenna þeim nokkur grundvallar atriði. Þannig nú hlægja þær af bröndurum en geta ekki fyrir sitt litla líf sagt þá. Þannig stundum getur orðið nokkuð undarlegt andrúmsloft á æfingum hjá okkur. Önnur þeirra sem ég kalla sænska flykið getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvernig sviðmyndin er. Ég hef hannað 3 útganga, einn inn á svefnherbergis gang, annan inn í eldhúsið og sá þriðji er útidyrnar. Þetta flækist endalaus fyrir flykinu og get ég því átt von á hún birtist hvar sem er þegar hún á senu. Stundum birtist hún jafnvel á milli húsgagna, hún kemur þá sem sagt í gegnum vegginn. En nota bene veggirnir hafa eki en verið reistir. Þó ég kalli blessaða kindina flyki þá er hún nú ekkert flyki. Hún er ekkert stærri en meðal kvennmaður sem þarf að lifa af harðann vetur, hún er bara svo annsi þung á sér. Hin sænska er fegurðar drottning frá líbanon en hennar helsti galli er að allt sem miður fer er öllum öðrum en henni að kenna. Sem er vandamál ef ræða þarf málin til að koma í veg fyrir að mistök og misgjörðir endurtaki sig. En þær eru hörku leikkonur og það er það sem skiptir máli. Mína galla þekkja allir, en ég er hörku leikstjóri og það skiptir mig miklu máli. Svo hef ég með mér ungan íslending Braga, hann er hlýðinn og duglegur drengur, og James breski, langur, ljóshærður og fallega ljótur drengur er svo sá fjórði.
Þannig þetta á allt eftir að verða yndislegt. Alla vega er skólastjórinn farinn að tala um að ég ætti að taka sýninguna og sýna utan skóla. Þó hann hafi ekki einu sinni séð eina æfingu. Svo einhver hefur á mér trú, skúbbí dú.
Athugasemdir
Hún er ekkert stærri en meðal kvennmaður sem þarf að lifa af harðann vetur.
Elska þessa setningu. Ég tilheyri þessum hópi einmitt líka. Við erum bara ávallt viðbúnar:)
Ída Björg (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 13:54
Takk, þetta snýst bara um að lifa af.
:)
Unnar Geir Unnarsson, 31.10.2010 kl. 09:13
survival of the fittest :D
aðalheiður (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.