Gengur

Já, nú er 4 dagar í general prufu, og allt á áætlun. Við byrjum á morgun að byggja leikmyndina, það verður gaman að sjá hugarburð minn taka á sig mynd. Ég hlakka hræðilega til að frumsýna á fimmtudaginn og fá fjölskylduna mína bestu og fallegustu á lokasýninguna á Laugardaginn.

Sýningin er þar sem hún á að vera og mitt fólk með allt sitt á hreinu. Já, lífið er fallegt og mikið helvíti er gaman af þessu.

Nema, já nema einn leikarinn minn, útskrifaður maður, er algjör geðsjúklingur og mikill hálfviti og fífl. Segi frá því seinna...

En sýningin mín verður flott, ekki spurning.

42 dagar til jóla. Byrjið að smyrja varinar fyrir kossa, liðka axlirnar fyrir faðmlög og pússa skóna fyrir tjútt. Því ég verð hamingjusamasti maður í heimi, geimi, algleymi um jóla og áramót á íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri verra að komast að því núna að þetta væri leiðinlegt;)

SJÁUMST

Ída Björg (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

hehe segðu

Unnar Geir Unnarsson, 16.11.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband