Gengur þó hægt gangi.

Já, þessi umboðskonu drusla er ekki að vinna fyrir laununum mínum. En hlutverkin hrúgast inn þó lítið sé verið að borga fyrir þau. Var að klára eina sýningu á laugardaginn og svo byrja æfingar fyrir The Importance of Being Ernest eftir homsuna Oscar Wilde í fyrramálið. Ég leik að sjálfsögðu Ernest enda leik ég bara aðalhlutverk nú orðið :)

Svo var leikfélag menntaskólans á Egs eitthvað að gera hosur sínar grænar fyrir mér. Sem væri bara frábært þannig ef þið vitið um einhver spennandi verkefni fyrir austan eftir áramót og eruð í vandræðum með að losna við peninga endilega látið mig vita ;)

Já, það held ég nú. 

Svo er aðeins byrjað að hausta hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara nóg að gera hjá stráknum :) frábært að heyra. Væri gaman ef þú myndir koma á klakan eftir áramót. LME borgar líka svo helvíti vel er þaggi ;)

Hildur Evlalía Unnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

jú, maður þessir krakkar vaða í seðlum :)

Gaman að geta verið heima í einhvern tíma.

:) 

Unnar Geir Unnarsson, 16.9.2011 kl. 23:11

3 identicon

Rakst óvart á þetta blogg á netinu.  Takk fyrir  það, ég hélt að allir væru hættir að blogga.  Annars væri bara gaman að fá þig aftur hingað í Egilsstaði. 

Annars vantar okkur barnfóstru ef þú veist um einhvern listamann sem hefur áhuga á því að búa í listamannapleisinu sem Seyðisfjörður er, stunda listsköpun og passa lítinn snilling í örfáa tíma gegn gjaldi.

Sigga Bú (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:10

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Nei, ég blogga endalaust. Þar til yfir lýkur :)

Já, aldrei að vita með barnfóstruna. Læt þig vita.

:)

Unnar Geir Unnarsson, 17.9.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband