Skýrsla
5.10.2011 | 14:15
Jæja, ég held að ég sé búin að halda upp á afmæli móður minnar nógu lengi.
Ég þjónaði eigmanni drottningar til borðs í gær, hress gaur. Virtist bara nokkuð brattur og reitti af sér brandara og drakk öl.
Sýningar á Earnest gengu vel og nú er bara að skella sér í næsta verkefni. En við baldvin erum að setja saman grín heimildarmynd. Segi frá þegar nær dregur frumsýningu.
Annars er þetta bara allt við það sama. Þjóna, kenna og æfa þetta gengur svona sinn vana gang.
Búin að vera hérna sem íbúi í tvo mánuði. Sem sagt ekki námsmaður heldur maður sem vinnur og borgar skatta, tuða yfir veðrinu og agnúast út í samgöngukerfið. Og jú, jú get alveg hugsað mér að búa hérna. En samt, ég bjó á íslandi í 28 ár þar eru allir mínir ættingjar og vinir. Auðvita á ég vini hér en samt ég hef bara verið hér í 4 ár svo það er ekki alveg sami grunnurinn. Að auki þekki ég betur inn á markaðinn heima heldur en hér úti. En á móti kemur hér eru milljón tækifæri á móti hverju einu á íslandi. Samt rekar hugurinn frekar heim á vestur endann í london þegar ég að velta fyrir mér framtíðinni.
En við skulum sjá hvað setur.
En mikið ljómandi er nú leiðinlegt að fylgjast með fréttum af alþingi. Allir tuðandi kvartandi en enginn bíður neinar lausnir. Er þetta ekki vandamál þjóðarinnar allrar? Hvernig væri nú að hætta að haga sér eins og sérvitrir einsetu karlar og drullast til að þagna og fara vinna. Koma þessu í gang halda upp á það sem gott er og taka höndum saman og leysa þá hnúta sem en eru óleystir. Hana nú!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.