Auðmýkt

Íslendingar þurfa að læra auðmýkt og sýna þakklæti.

NorðurljósÁ Íslandi lýsa norðurljósin upp himininn á veturnar og miðnætursólinn á sumrin. Loftið er ferkst, og vatnið úr krananum betra en dýrasta flösku vatnið hér í london. Gæða matvara og matreiðsla hvar sem er á landinu. Sundlaugar í nánast hverju einasta byggðarlagi og opnar allan ársins hring. Ósnortin náttúra aðeins stuttan bíltúr í burtu. Og það allra besta og Íslands dýrasta eign er þögnin, líklega okkar best geymda leyndarmál. Því þú veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur, þegar kemur að þögninni.

Já, já þetta er allt gott og blessað en hjálpar okkur ekki að borga skuldirnar. Rétt er það, en hvernig væri nú að reyna vinna saman og koma með lausnir. Heldur en að grýta eggjum og rífa kjaft. Að sitja tuðandi við eldhús borðið hjálpar ekki neinum og leysir engar flækjur. 

Við höfum margt að þakka fyrir, listirnar blómstra og en eru allir kostir íslands ykkur fríir.  Ástandið er slæmt en það er að batna því það er verið að vinna í málunum auðvita má margt betur fara, en tuð, nöldur, væl og almenn leiðindi hjálpa engum. Hvernig væri nú að knúsa ættingja og vini og þakka fyrir allt fallegt og gott sem við eigum. Það að íslendingar sé sjálfstæð þjóð er næstum kraftaverk. Við erum allt of fá, jú við erum smáþjóð en þjóð engu að síður. Og við megum vera stolt en mont og stolt er ekki það sama.

Til gamans má geta þess að íslendingar eru rétt yfir 300 þúsund, í london einni eru yfir 500 þúsund samkynkhneigðir, íbúar smábæjarins Oxford eru rúm 300 þúsund og að lokum, yfir 5 milljón íbúar london þjást af ofvirkri þvagblöðru.

Ég bara varð að tjá um þetta, því mér leiðist frétta flutningurinn frá íslandi. Það er eins og ekkert gott sé að gerast í þessu landi. Eitthvað sem ég bara neita að trúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert smá góður pistill hjá þér!

Ert rosalegur penni elsku bróðir. Hlakka til að fá þig heim :)

aðalheiður björt (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:21

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Takk :)

Unnar Geir Unnarsson, 7.10.2011 kl. 09:36

3 identicon

KNÚS

Ída (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Knús :)

Unnar Geir Unnarsson, 11.10.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.