Fjársjóður

Ég flutti allt dótið mitt hingað til london. Sem sagt allar mínar veraldlegu eigur, svona til að gera mér ljóst að hér bý ég.  Eitt að því sem ég fann þegar ég fara að fara í gegnum þetta allt saman. Voru skrifin mín, allt sem ég var að semja. Allt frá því að ég var 10 ára eða svo. Það sem mér finnst dýrmætast var stílabók, sem ég samdi leikrit í þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu í hleinó. Ég á eftir að fara yfir hana en það verður spennandi að sjá. Mest er þó samið í kringum tímann þegar ég flutti suður, svona 19 til 20 ára. Rusl mest megnis og annsi tilgerðarlegt eins og

                                          Tilveran er skopparabolti í höndum örlagana.

Mér hefur líklega fundist þetta mjög djúpt. Annað er bara nokkuð gott eins og leikrit um litla stelpu sem leitar að jólunum og annað um mann á geðsjúkrahúsi. Nokkuð gott segi ég og skrifa en ekkert sem mun líta dagsins ljós nema eftir mikla endurskoðun. En það var gaman að finna þetta.

Annars er allt gott að frétta hér. Skítblankur, sakna þess að vera á námslánum. En ég næg þessu líklega upp á eðlilegt horf fyrir jól. Vona ég, svona allavega svo ég komist heim um jólin.

Blessaðir ruslakallarnir eru fyrir utan, óborganlegt að hlusta á tuðið í þessum körlum. Þeir eru eitthvað fúlir yfir draslinu fyrir utan næstahús. En fólk virðist stunda það að stinga af án þess að borga leigu og skilur allt sitt innbú eftir. Þá mæta snillingarnir sem leiga út íbúðirnar og henda öllu út á götu. Við fátæka fólkið hirðum það sem okkur langar í og restin er skilin eftir handa ruslaköllunum til að fjarlæga. Um daginn fann ég þessar fínu yoga mottur, alltaf að græða. 

Annars finnst mér merkilegt með þessa menningu að skilja eftir dót á gangstéttinni sem gagnast þér ekki lengur. Þannig geta þeir sem hugsanlega gætu notað hlutina hirt þá milliliðalaust. Mér fannst þetta erfitt fyrst. Svolítið rónalegt, en hvað með það þetta eru fullkomlega heilir hlutir, því ekki? Nú, á ég þetta flotta sjónvarp og yoga dýnur. Á móti er ég búin að henda út fötum, skóm, bókum og húsgögnum og allt horfið á örskotsstundu og allir hressir.

Allir hressir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir ótrúlega hressir

Ída Björg (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 20:04

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Gott, svoleiðis á þetta líka að vera :)

Unnar Geir Unnarsson, 11.10.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.