Unnar Geir i Chinatown

Eg for i baeinn i gaer kikti fyrst a Soho en thar halda allir hommalingarnir sig her i borg. Thad var akaflega liflegt, folk utum allt, meir en a daginn og allir voda hressir. Kina hverfid er allveg vid soho, og thar var verid ad undirbua tungl-hatidina  sem for fram i dag, sunnudag. Og allir voda-hressir thar lika. Eg er buin ad vera med hofudverk sidan eg kom hingad svo eg akvad ad athuga hvort kinverjarnir i kinaapotekinu gaetu e-d hjalpad mer. Samtal mitt vid einn kinamann med flosu, einn kinastrak med beckham-hring i eyra og eina kinakonu sem heitir Villa, var nokkurn veginn svona:

UG: Hae, eg er med hofudverk herna framanlega i hofdinu.

KM: Hvad lengi?

UG: Svona i viku

KM: Kvef?

UG: Nei, ekkert hvad, bara verkur

KM: Hofudnudd?

UG: Ja, eg hef prufad thad, en ekki gert mikid gagn, get eg ekki fengid e-d vid verknum?

KM: Thetta 3 a dag, voda gott. Hvad lengi, klukkutima?

KK: Halftima?

UG: Halftima?

KM: 32 pund

UG: (Dyrt lyf, jaeja eg laet mig hafa thad) Gjordu svo vel

KM: Eltu thessa konu

UG: Ha?

KK: Komdu komdu!

Svo elti eg konun upp 5 haedir inn i litid herbergi, thar sem hun sagdi mer ad fara ur skonum.  Eg sem sagt kominn i nudd, eg hafdi oadvitandi pantad halftima hofudnudd. Okei, eg tek bara thatt i thessu. Tharna var eg kominn upp a 6. haed i okunuguhusi laestur inni i herbergi med kinakonu i nudd klukkan 9 a laugardagskvoldi i kinahverfinu i london. Ja ja um ad gera ad njota thess, fyrst eg var buin ad borga fyrir thetta. Nuddid byrjdi a ad hun bad mig ad fara aftur ur skonum  og togadi i bolinn minn. Eg atti sem sagt ad fara ur bolnum lika. af hverju tharf eg ad fara ur bolnum i hofud nuddi? hugsadi eg. Naest bad hun mig ad leggast a magann. Hvad aetlar hun ad nudda a mer andlitid gegnum gatid a bekknum liggjandi a golfinu konan? hugsadi eg med sjalfum mer. En hun byrjadi ad nudda a mer halsin og eg fann vellidan streyma um mig allann. Hofudid er annsi stort i kina. Thvi hun nuddadi allan efrikroppinn a mer og nuddadi naestum af mer bringuharin. Kinverskir karlar hafa ekkert svoleidis og thvi ekki gert rad fyrir theim i kinverskum-laeknabokum, konan hamadist a bringunni a mer svo mig logsveid a eftir. En ekkert batnadi hofudverkurinn. Kinakonan Villa er algjor snillingur i hondunum, mer leid thvilikt vel eftir nuddid en enn med hofudverk. Thegar heim var komid eftir stutt stopp a the Duke of Wellington, opnadi eg kinalyfid, thetta eru litlar svartarkulur sem eg a ad gleypa! Svolitid skrytid en eg er her til gera nyja hluti thannig eg let mig hafa thad. Og aftur i morgun og vitidi hvad?, hofudverkurinn er horfinn. Their kunna thetta kinverjarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll, þetta er bara snilldar lýsing á ferð í kínahverfið. Af hverju kunna Kínverjar aldrei!! ensku. Sama hvar þeir eru. Þetta er ótrúlegt. En já var í stríð ástandinu í garðabænum í gær  Kallaður til liðsauki til að koma nýju strurtuherlegheitunum. Meira vesenið. Svo fylgdu ekki einu sinni leiðbeiningar með hvernig ætti að koma þessu saman. Jæja, stóra systir segir þér kannski alla söguna við tækifæri. Hafðu það gott kæri dansari

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Ja eg kem kannski heim i midannar friinu 3-6 nov tha fae eg ad sja nyja badid. Annars er thetta ekkert skrytid med kiverjana, thetta er allt annad tungumal. En thetta var stud, ekki spurning

Unnar Geir Unnarsson, 30.9.2007 kl. 16:30

3 identicon

LOL ... dásamlegt! Þetta er galdurinn við útlöndin - allar upplifanirnar sem koma til vegna misskilnings og maður hefði misst af heima af því að þar hefði maður bara tekið parkódín. Bið að heilsa eftirlifandi bringuhárum : )

Agnes Vogler (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 18:49

4 identicon

Dásamleg saga og ævintýri! ... maður á að lifa djarft!

Þegar ég var þarna forðum þá fór ég í nálastungu og fékk einmitt lyf, svartar kúlur - og það virkaði. Það sem að mér var fór.  Segi ekki hvað það var, bara svo allir haldi að það sé eitthvað spennandi... eins og kynsjúkdómur....eitthvað svoleiðis spennandi (!).

Gaman að heyra allar þessar sögur!

Og já kuldinn og drullan þarna! hvað erum þeir að pæla!

Og svo taka þeir ekki eftir Páli Óskari. En hvernig er það, eru ekki allir með Garðar Cortes og Vesturportið (Westport) á hreinu!?!?!?

Kv. Hrefna

p.s. svo flott ruslpóstvörn  (hver er summan af sex og fimm) að maður ræður varla við hana.

Hrefna (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband