Ekkert er frítt i þessum heimi.

Á íslandi er hægt að setjast inn a kaffihús, kaupa sér kaffi og skella sér svo á netið. En ekki hér í london, ó nei. Hér skalt þú kaupa þér kaffi og borga þig svo inn á netið. Ég sem sagt ætlaði aldeilis að vafra um veraldarvefinn. En klukkustundin á kaffihúsi er seld á 5 pund, hér á ISH er hún seld á 2 pund.  Tek ekki þátt í þessu. Óþolandi ástand. Maður gengur hér um strætin og dreifir pundum hægri, vinstri.

Nóg komið af tuði. Mig verkjar enn í fæturna eftir balletinn í gær. Við snúum hnjánum út og lyftum svo öllu saman upp til hliðar. Enn án þess að nota lærinn strákar, rennið tánni eftir gólfinu og svo beint upp. Já, það er svo mikið hægt! Ég var neikvæði nonni balletdansari í gær, því heilinn á mér var ekki alveg að virka. Líklega vegna þess að ég svaf frekar lítið. Strákarnir voru eitthvað að djamma. Það var indverskt kynningarkvöld og svo karókí á barnum á eftir. Svaka stuð. Ég kom heim um tíu(Var á fyrstu æfingunni minni,þetta er song-play. Við syngjum War, what is it good for og sitjum í rútu) og þá kom John nýji homminn heim og fór að tala um sín hjartans mál, hann var svolítið fullur. Hann er líka með heyrnatæki þannig hann hvorki heyrði né skildi hvað ég var að reyna segja honum. John fór sem betur fer stuttu seinna  aftur niður. Klukkan sex um morguninn,bankaði svo Sam,kærasta Adams, grenjandi  og fór ég til dyra og vakti Adam. Þau áttu sem sagt bókað far í Amsterdamferðina. En rútan var farinn og allt í steik. Bæði John og Adam ruku á fætur og byrjuðu að pakka niður einhverjum fatalöfrum niður í tösku. Þeir höfðu ekki vit á því að vera búnir að því. Ekki er hægt ad segja að þessar aðfarir hafi farið  hljóðlega fram, þó bæði ég og Justin ættu að heita sofandi, enda var klukkan 6 um morgun. Um hálf sjö var allt um garð gengið, og gat ég hvílt augun í smá stund áður en ég þurfti að fara á fætur. En þó ég hafi verið slappur í balletnum, var stuð í steppinu. Eftir hádegi voru vísindi og um kvöldið æfing á fyrsta málverka-verkinu sem ég er í. Þá er unnið út frá eða það er segja aftur á bak frá einhverju ákveðnu málverki. Og atburðarrásin sýnd sem endar svo í kyrrstöðu sem er svo málverkið. Við stillum okkur upp eins og fólkið á málverkinu, í stuttu máli.

En annars ætla ég að fara í leikhús á eftir, eitthvað lítið sjálfstætt leikhús man ekki hvað það heitir en segji ykkur frá því seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er greinilega alveg svaka drama í gangi þarna í london.Fólk bara grenjandi og blindfullt.En það er bara gaman af þessu.En jæja þetta er nú orðið nóg við heyrumst vonandi fljótlega og svo hittumst við í nóv.bæbæ

Aðalheiður (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:45

2 identicon

Alltaf hægt að stelast á netið í apple búðunum :)
Neyðin kennir naktri konu að spinna.  

Lísabet (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Tjekka a appel lisa

Unnar Geir Unnarsson, 21.10.2007 kl. 19:15

4 identicon

Alltaf fjör í kringum þig kallinn.

Erna Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:51

5 identicon

Una the star....

jæja, ætli það sé lægð hjá þér eins og hér, alla vega bólar ekkert á nýrri færslu hjá þér, maður ætlaði nefnilega að lifna við hér úr lægðinni með að lesa æsilegar fréttir frá London! :-) hér er bara rigning og hefur verið síðan þú fórst, og frá því þú fermdist eiginlega held ég bara.  Við Jóhannes erum heima veik, búið að vera glatað en er orðið núna ljúft því við erum að teikna og semja ljóð, greinilega á batavegi.  Hann þykist vera kisa og skríður um allt og biður um kisumat og svoleiðis.  Nú úr því ég minnist á fermingar, er rétt að þú vitir af því að það er komin ný biblía, biblía 21 aldarinnar og hún er betri en sú fyrri, miðað við það sem ég túlka úr umræðunum hingað til (hef ekki lesið hana ...).  Jájá... þetta eru helstu fréttir af fróni!!!!!!!!!!!!!!!!!

Keep up the good work og reyndu að finna einhvern góðan ókeypis stað til að geta bloggað (skólinn hlýtur að bjóða upp á tölvur til notkunar fyrir nemendur! ha!?!). Ef ekki, þá ferðu í málið. Býður þig í eitthvað ráð, umbyltir skólanum og bætir hann og kemur á tölvuveri!

Þú dansar þetta í gegnum lífið einhvern veginn!

p.s. ótrúlega erfitt að kommenta á síðuna þína, allskonar villur og eitthvað vesen! og svo þarf leyfi frá ,,léninu" og eitthvað ógurlega flókið.

Kveðja, Hrefna

Hrefna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:42

6 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Já ég kann ekkert á þetta blog dót. Veit ekki hvort það sé hægt að breyta þessu hrefna mín.

Unnar Geir Unnarsson, 25.10.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband