Bush og Drill Hall
25.10.2007 | 18:52
Ég fór í leikhús á laugardaginn eins og þið vitið. Fyrst var það How to curse, í bush leikhúsinu. Bush leikhúsið hefur ekkert að gera með fíflið sem stjórnar feitabollunum í ameríku. Hins vegar er þetta litið leikhús sem aðeins frumflytur verk eftir óþekkta höfunda. Fólk sendir þeim handrit, þau skuldbinda sig til að lesa öll innsend handrit. Og svo er nýtt verk sett upp á sex vikna fresti. Annsi flott fyrirkomulag, ekki satt? Verkið var gott, leikmyndin mjög flott en leikurinn misgóður. Verkið er lauslega byggt á The tempel e. sjeikspír gamla. Handritið er að vísu betra en sýningin. Aldrei að vita nema unnsi punnsi pú eigi eftir að setja upp How to curse.
Seinna um kvöldið fór ég í drill hall, gamla góðaleihúsið okkar leikhópsins á senunni. Sá verk byggt á sögu eins af stonewall vitnunum. Þetta var nú eiginlega bara dragshow. Allt í lagi en svolítið skrítið leikhús. Höfundurinn sem líka er leikstjórinn lék eitt af aðalhlutverknum. Hann var svolítið að sýna sig eiginlega´, hann fann ótal tækifæri til að koma fram á pungbindi og hrista á sér rassinn framan í okkur áhorfendur. Það var að vísu merkilegt hvað þær voru lausar á honum rasskinnarnar. Þær sveipluðust annsi langt. En eftir fyrstu 3-4 skiptin var komið gott af rassasveiplum. En þetta var svona stuð hommaréttinda sýning og allir löbbuðu hressir heim á leið að henni lokinni.
Athugasemdir
Jeminn! Ég hefði örugglega farið að grenja, ég er svo lítið fyrir svona berrassanir. Enda forðast ég leikhús einsog heitan eldinn. En ég kem samt þegar þú verður orðinn frægur leikstjóri :)
Ég sakna þín af Hagaborginni. Ekki jafn gaman þegar þú ert ekki. Púhú.
Hafðu það gott Úna mín. Knús.
Tinna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:16
Takk tinna mín. Sakna þín líka. Já þetta rassadæmi var skrítið, svona er leikhúsið.
Veit ekki hvort ég verði frægur, en allavegana drullu góður;) Ég tek frá sæti fyrir þig á fremsta bekk við hliðina á Betu drottningu þá getið þið spjallað drottningar í hlénu og sötrað te.
Unnar Geir Unnarsson, 25.10.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.