Sunnudagur
9.12.2007 | 17:48
Jæja, það kom að því. Í dag á ég frí. Ég hef verið á fullu alla daga núna síðustu tvær vikur. Þá meina ég á fullu, það hefur ekki verið tími til að gera eitt eða neitt. Og svona er þetta víst í lok hverjar annar, sem þýði 4 sinnum á ári. Ég er ekki viss um að þetta sé nú alveg málið. Því mest allur tíminn fer í að bera hluti fram og til baka, eða þrífa eða taka við leiðbeiningum frá öðrum nemendum sem oftar en ekki vita minna en þú sjálfur. Eins og gefur að skilja er þetta annsi þreytandi. Því svo þegar kemur að sjálfu náminu, er maður svo útkeyrður að gera sitt besta víkur fyrir að bara lifa kennslu stundina af. Ég er ekki að gefast upp á að læra leiklist og leikstjórn, langt því frá. En þetta rugl er ekki eina leiðin til að ná því markmiði. Aðrir skólar eru í boði. Ég er tilbúin að leggja mikið á mig og vinna mikið, en það verður að vera skýr tilgangur með erfiðinu. Síðasta sunnudag var til dæmis skólinn þrifinn hátt og lágt, af nemendunum sjálfum. Mér var úthlutað dansstudoinu, sem var allt í lagi ég náði bara í útvarp og skemmti mér ágætlega. Þar til gaddfreðna fuglahræðan kom og sagði að ég mætti ekki hlusta á tónlist. Þá gæti ég bara gleymt mér og farið að hugsa um eitthvað annað. Nú nú, má maður sem sagt ekki hafa gaman af því að þrífa spurði ég. Þú getur notið hvers sem er, þú getur notið þess að þjást ef þú vilt. Ég get ekki notið þess að vera hérna einn í þögn að þrífa. Getur það ekki? spurði hún og horfði á mig eins og ég væri sá heimskasti slefandi hálfviti sem hún hafði séð. Ok, ég skal slökkva á útvarpinu og hugsa um þetta, farðu bara fram. Um kvöldið æfðum við til miðnættis og sú gaddfreðna leikstýrði. Ég lék fullan kúreka sem hékk fram á borðið og drakk. Í lok æfingar sagði hún já Úna þú varst örugglega fínn ég fylgist eiginlega ekkert með þér. Frábært, ég er búinn að sitja hér í tvo tíma og þetta eru leiðbeiningarnar sem þú skilur eftir handa mér. Megir þú brenna í helvíti og allt þitt fólk! Á föstudagskvöldinu eftir prófin sem eru þannig uppbyggð að við sýnum bestu verk annarinnar, tvisvar. Fyrst aðeins fyrir kennarana og svo fyrir almenning. Við vorum að ganga frá og allir mjög glaðir. Allt gekk mjög vel og ég hlakkaði til að fara heim kveðja herbergis félagana mína og eiga tveggja dag frí. Þá kemur fuglhræðan og segir mér að við eigum að sýna eitt verkið aftur kl.11 morguninn eftir á opnum degi. Opnum degi ég vissi ekki einu sinni að það væri opinn dagur. Þú þarft ekkert að vita það, þú ert dagnemi. Þetta er nú svolítið stuttur fyrirvari, ég hafði nú hugsð mér að gera eitthvað annað á morgun en að koma hingað. Við vorum nú bara að ákveða þetta áðan, og hvað ætlar þú svo sem að gera á morgun? Eiga frídag. Hvað er það? Að gera það sem ég vil gera. Sko, einmitt þú hefur ekkert betra að gera. Þarna missti ég mig, og byrsti mig og lét hana heyra það. En hún skilur ekkert þessi blessaða manneskja, því að þjást er hennar stóra ást í lífinu. Og hennar hamingja er að þjást sem mest. Ég hins vegar lifi ekki á þjáningu, mig langar að líða vel og mín verk verða að hafa tilgang.
En þrátt fyrir allt þetta þá er ég að læra heilmikið. Ég þekki bæði minn hugarheim og líkama miklu betur nú heldur en fyrir 3 mánuðum. Ég hef gert hluti sem ég hélt að ég gæti aldrei gert og hef öðlast sjáftraustið aftur og fullvissuna um að ég get gert allt það sem ég hef talað um í svo mörg ár. En samt eru jákvæðu punktarnir ekki nógu margir til að ég sé tilbúin að gleypa við öllu hinu ruglinu.
Ég er einn í herberginu mínu núna, og ef guð lofar, einn fram að jólum. Það æðislegt að vera í sínu eigin herbergi og ekki eiga von á að einn af þremur herbergis félögum þínum labbi inn á hverri stundu. Ég er kominn með herbergi til leigu eftir áramót, Cris skólafélagi minn er að fara leiga út herbergi hjá sér. Nálægt skólanum, björt og flott íbúð með svölum og allt.
Annar í aðventu, stutt í jólin. Stutt þangað til ég kem heim eða miðnætti 17. des austur 24. des. suður aftur 3.jan. og london 6. jan.
Ekki hafa áhyggjur, ég góður. Ég bara nenni ekki að standa í einhverju svona rugli.
Sæl að sinni
Athugasemdir
Bíðum spennt eftir að hitta þig.
Ída og liðið
Ída (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:38
se thig kannski i Leifstod, kem heim fra Manchester rett fyrir midnaetti 17.des.
Gangi ther vel, Guja
guja (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:40
Mikið vægi gaman að taka einn miðbæjarrölt með þér!
Sjáum hvað setur.
Kveðja, Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:28
Hlakka mikið til að fá þig til landsins og bjóða þér að kíkja í sveita sæluna á Stokkseyri.
Risaknús frá Ragga og Hildi
Hildur (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:53
Takk, fyrir kvedjuna Gauja. Aldrei ad vita nema vid hittumst i frihofninni, ad versla sidustu jolagjafirnar.
Hildur vid Ida aetlum ad kikja a ykkur i saeluna, hlakka til ad sja ykkur oll. :)
Hrefna vid tokum midbaejinn med soma:)
Unnar Geir Unnarsson, 14.12.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.