Gleðilegt ár
31.12.2007 | 18:09
Allt á fullu í eldhúsinu hér á bæ. En ég er bara eitthvað að blogga. Í gær gekk yfir brjálað veður með rafmagnsleysi og trjáfoki. En ösp ein stór og mikil reif sig upp með rótum og lagðist á bílskúrsþakið hjá okkur.
Annað miklu merkilegra var að Sæþór Berg var skríður í stofunni hjá afa sínum og ömmu. Það var falleg og indæl stund. Minnistæður dagur því vegna ófærðar og veðurs var óvíst hvort sérann kæmist og svo fór meirihluti veislunar fram í myrkri. Því rafmagnið fór af við og við.
Eins og það hljómar rómantískt fyrir vesturbæjarhippamussutýpur að sitja í rafmagnsleysi og spjalla. Þá er það hundleiðinlegt til lengdar. Ég er nútíma maður og rafmagn er eitthvað sem ég vil hafa. Ég vil ráða því sjálfur hvenær ég sit í myrkri og reyni lesa eða spila. En ekki vera neyddur til þess. En um hálf tólf vod-uðum við annari hringadrottins myndinni, poppuðum og nutum lífsins.
Ég sendi ykkur mínar allra bestu óskir um gleðilegt og hamingjuríkt ný ár, með kærum þökkum fyrir liðnar stundir. Hagið ykkur vel og áfram svo!
Unnar Geir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.