Hellingur af fólki.
13.1.2008 | 21:39
Gestir 5600 síðan í september. Það er nú bara nokkuð gott. Ég hef líklega ekki tekið á móti eins mörgum gestum í holdi og ég hef gert hér í anda í netheimum. Takk fyrir það, allir saman.
Annars ég bara rólegur í dag. Fórum út að borða í gær, Anne-Lise skólasystir mín átti afmæli. Hún bauð gestum að koma á ákveðið veitingahús hér í borg. Við Amel vorum samferða því hann vissi hvar þetta var. Sem betur fer því við tókum 3 lestir og einn leigubíl en þurftum samt að þræða ranghala þvers og krus til að komast á leiðarenda. Við vorum hálftíma of seinir en samt fyrstir. Þarna sat hún uppstríluð ein við 6 manna borð. Sorgleg sjón. En þá byrja vinir að hringja og tilkynna mígreni, kærasta vandamál eða tímaleysi. Þannig fljótt lækkaði tala áætlaðra gesta. Þarna sátum við sem sagt og lögðum okkur alla fram við að skemmta afmælisbarninu. Amel þurfti að vísu að hlaupa tvisvar út til að lóðsa gesti á staðinn. En þegar loks allir voru komnir var klukkan orðinn 10. Og mikið ósköp var ég orðinn svangur. En þetta lukkaðist nú samt allt á endanum. Við Amel skelltum við svo á Heaven sem hommalingadansistaður. Þar beitti Amel öllum sínum brögðu og kom okkur inn frítt og einnig inn í VIP-herbergið. Gott að sleppa við að borga en VIP-ið voru nú meiri leiðindin. Uppáklæddir menn og drengir gangandi í hringi með nefið uppí loftið. Í keppni hver gæti keypt dýrasta hanastélið. Mig langaði bara að dansa og gerði það á öllum hæðum. Ég skemmti mér skal ég nú segja ykkur. Þó ég hafi ekki verið á skíðum. En þannig skemmtir fólk sér, er mér sagt...
Ég kom svo heim undir morgun eftir tveggja hæða strætisvagna reið um borgina.
Skóli á morgun, vika tvö
Athugasemdir
Svo lengi sem þú fílar ekki vip ertu ennþá venjuelgur drengur :)
Helga (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 02:53
eða venjulegur...
Helga (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 02:54
Elgur eða legur skiptir ekki öllu...
Unnar Geir Unnarsson, 14.1.2008 kl. 18:16
ég sé þig alveg í anda spriklandi um allan skemmtistaðinn á öllum hæðunum með þinn forkunnafagra danssvip og takta.
Af okkur er allt fínt að frétta svosem, höfðum það allavega mjög gott í gær veðurtept heima í litla húsinu okkar
sakna þín samt sem áður ósköp mikið..
Hildur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.