Drill Hall í vanda

Muniði eftir Homma og Lesbíu leikhúsinu sem ég stundaði fyrir jól. Ég var e-ð að efast um gildi þess að reka leikhús einungis fyrir verk um eða eftir samkynhneigða. Það sem mér fannst var þar sem annað hvert leikverk  í það minnsta snertir á málefnum samkynhneigðra nú til dags.Var að það væri óþarft að reka leikhús á þeim forsendum. Einnig fannst mér gæði þess sem flutt var ónóg til að réttlæta uppsetningu þess. En það eru ekki gæðin sem skipta hér máli. Heldur sú staðreynd að Breska Listaráðið(The Arts Council) hefur ákveðið á draga til baka árlegann fjárstyrk leikhúsins. Og stefna þar með 30 ára sögu Drill Hall í voða. Það er kannski fjallað um samkynhneigð í dag. En ég efast um að það hafi margt jákvætt verið sagt í leikhúsinu um okkar málefni fyrir 30 árum. Drill Hall gerði það og fyrir það ber að þakka og virða. Aftur að gæðunum, þau eru ekki til umræðu. Heldur sú staðreynd að leikhúsið græddi of mikið á húsaleigu. Sem er rétt, þau leigðu út sali. En ágóðinn var notaður í viðhald og breyttingar á húsnæði. Þannig allur styrkurinn frá ráðinu fór í rekstur Drill Hall. Í dag rann út frestur til að skila inn athugasemdum, við ákvörðun ráðsins. Það skýrist því á næstu dögum hvort D.H lifir eður ei. Annars eru það 194 félög af þeim 990 sem ráðið styrkir sem tekinn verða af spennanum þetta árið. Þar með talið The Bush sem er litið virt leikhús, frægt fyrir að frumsýna ný verk eftir nýja höfunda. Og hefur leikið stóra rullu í gay-leikhúsheiminum. Queer Up Nort leikhúshátíðin í Manchester hefur misst allan fjárstuðning ráðsins. Þannig gay-fólki hér finnst annsi að sér vegið. Verð samt að minnast á áfram verður stutt við gay-leikhús í Soho og einnig á fylgja eftir metnaðar fullu starfi the Royal Vauxhall Tarven.

En ég er bara góður svon ykkur að segja. Búin að þrífa voða mikið hérna. Ryksuga baðherbergið og svona. Já, já ryksuga baðherbergið. Hér leggja menn teppi um allt. Svo magnús ofur mús fluttur inn. Hann borðaði brauðið hans Roy. En á móti kemur að hann hreinsar alla mylsnu úr brauðristinni. þannig ekki þurfum við að hafa áhyggjur af því. En nú er búið að leggja músavænar gildrur um allt eldhús. Agnið er hnetursmjör, það er best segja sérfræðingarnir. Annars eru miklar líkur á að Roy finnist í einni gildrunni. Því honum fannst sárt að horfa á eftir hnetursmjörinu sínu í gildrunar. En við Chris hlustuðum nú ekkert á það.

Fimleikakennarinn er haldinn þeirri ranghugmynd að við séum íþróttafólk. Og að við höfum gaman af líkamlegri þjáningu. Það er misskilningur. Við erum leiklistarnemar og þjáumst andlega alla daga, líkamanum er því ofaukið í þjáningunni. Hann  lét okkur fara í gegnum brjálað styrkingarkerfi sem hann hannaði. Það tók okkur 40.mín að klára og hann vill að við gerum þetta tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki með það. Við sjáum til með það...

En já, ég er góður og það gengur bara vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Músunum á Flúðum finnst camembert voða góður. Höfum vínber og rauðvín á sunnudögum.

Ída (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 08:59

2 identicon

hæ...það er sem sagt svaka veisla hjá músunum svona síðustu sekúndurnar...

aðalheiður (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:49

3 identicon

Ojj! Það er hryllingur að teppaleggja baðherbergi, hryllingur! Kósý hugmynd í sjálfu sér en hvað hreinlæti varðar býð ég ekki 5aur í það.

Hafðu það áfram gott heillin. Tútílú!

Tinna (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.