Stund milli stríða

Það gekk vel að sýna í gær og gekk ég glaður heim á leið um níu leytið í gærkvöldi. Það var nú laugardagskvöld svo ég skellti mér á djamið með ISH drengjunum. Maður verður nú að lifa lífinu, það kenna þau okkur í skólanum. Mikið stuð og mikið gaman. Ég klæddi mig í áramóta skyrtuna mína, en hún hefur alltaf gefið vel. En þarna hitti skrattinn ömmu sína, því drengur klæddur eins skyrtu birtist allt í einu við hliðina mér. Hæ, segir hann, flott skyrta, já takk hehe segi ég. Heyrðu , segir hann, vinir mínir segja að fyrst við erum í eins skyrtu verði þér að taka mynd af okkur saman. Allt í lagi, segi ég. Skondið og skemmtilegt. Stuttu seinna kemur drengurinn aftur og segir að núna segi vinirnir að nú ættum við að kyssast fyrst við erum í eins skyrtu.  Já... ókei, nei nei, takk samt segi ég. Skrítið og skemmtilegt. En annsi var ég þreyttur í morgun. Mætti klukkan tíu á æfingu, þrif frá klukkan ellefu til fjögur. Þá tóku við frekari æfingar til sjö, og nú er ég í pásu til hálf níu. Kem svo heim um eitt í nótt, fleygi mér í bælið, ligg þar sex tíma og mæti svo í jóga í fyrramálið. Þetta er orðið eins slæmt og það var þegar það var sem verst á síðustu önn. En, hugurinn allt annar. Ég sótti um þennan skóla, borgaði fyrir hann og samþykkti þær reglur sem hann setti mér.  Svona er þessi skóli og verður svona næstu þrjú árin. Ekkert við því að gera nema njóta og læra. Og ég er að læra svo mikið, maður minn lifandi. Um mig, lífið og listina. Ég er með fulla tösku af verkfærum til að takast á við handiðnina leiklist. Það er bara harkan sem dugar, lífið er einfalt.

Verð að þjóta, í kvöld er ég amerískur hermaður, fullur íri og bak við tjöldin maður að sprauta blóði yfir kónginn í macbeth. Gaman af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ..gott að sýningin gekk vel..spes djamm hjá þér. þú verður greinilega að vera góður með hreimina írskur, amerískur og sprauta blóði yfir kónginn í macbeth

Aðalheiður (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband