Komúnan

Ég sá Komúnuna í gærkvöldi. Varð eiginlega fyrir vonbrigðum, stemningin sem var í myndinni var ekki til staðar í borgarleikhúsinu. Myrk leikmyndin var flott og þjónaði verkinu vel með tilliti til rýmis og umferðar um sviðið. En allt of dökk það var eins og það væri alltaf kvöld. Það hefði ekki breytt neinu þó sagan hefði sögð að sumri þegar alltaf er bjart. Framsögn leikaranna allra var slæm og mátti ég hafa mig allan við að heyra og skilja hvað sagt var, þó satt ég framarlega. Ólafur Darri sannar en og aftur hve snjall leikari hann er, með lágt stilltum en sterkum leik. Rúnar Frey sjálfum sér líkur á sviði. Nína Dögg sterk og skemmtileg. Sara Dögg sýndi góðan leik sérstaklega án texta. Árni Pétur bjó til skemmtilegan homma, en stundum virkaði eins og hann væri að reyna full mikið á röddina. Er sviðið svona erfitt í Borgó. Atli Rafn var pirraði stjórnmála maðurinn og skilaði því vel. Gael var voða mikið spænski gæinn og var oft bara fínn. Elena var hinsvegar ekki að skila sínu, sérstaklega slæm í grenjusenunni í lokin. Krakkarnir voru fínir. Það var eins og verkið væri ekki full æft eða þetta væri spuni. Því oft töluðu allir í einu eða þá fólk byrjaði að tala án þess að vita hvað það ætlaði að segja. Sérstaklega glímdi Gael við að byrja bara að tala og enda það svo bara í jee jee jee eða einhverjum öðrum merkingarlausum hljóðum. Endasenan var falleg og kann Gísli Örn að enda verkin sín með stæl. En það var einhver losarabragur á uppsetningunni allri og var það miður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi!

Heyrðu, ég var að passa í dag og gleymdi gsm símanum heima svo það var ekkert hægt að ná í mig! Jæja gullið mitt, úr því við sjáumst ekki í þessum túr þínum, þá næsta.  Gott að heyra í þér og endilega haltu áfram að blogga maður!

Kveðja,

Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband