Allt að gerast
2.4.2008 | 18:40
Nýr dagur, sá þriðji þessa önn. Við dönsuðum eða áttum að dansa réttara sagt forndansa í dag. Það gekk nú ekkert sérstaklega vel. En það er sama hvað við skakklöppumst um gólfið alltaf er kennarinn jafn ánægjuður.Frábært jæja gerum þetta aftur segir hann bara, meðan við reynum að losa okkur úr flækjunni sem við höfum komið okkur í. Þarna hoppum við og skoppum við í 90 mín og hlægjum okkur máttlaus. Gott gaman og hagnýtt því á eftir erum við hress og höfum einhverja hugmynd um hvernig þetta lið dansaði þarna í gamla daga. Það er hlýtt og gott veður og allir einhvern veginn bjartari í höfðinu. Annars ekkert svo margt að gerast nema ég var beðinn um að vera í 11 verkinu í dag auk þess að keyra ljósin í einu útskriftarverkinu. Annars er ég bara að fara þrífa baðherbergið. Já, það er sko enginn dans á rósum að vera leiklistarnemi.
Athugasemdir
Guð hvað þetta hljómar vel, þessar hreyfingaræfingar - dans dæmi! mig langar bara með!
Og mér finnst 10 - 11 sýningar of lítið á einni önn Unnar Geir! já eða NOT!
Ekki drepa þig þarna. Þótt leiklistinn sé ,,æðri" sumu................!
Já oh... mig langar í svona hreyfingartíma, með vinum og hlæja og ji..........
Góða nótt! Hrefna
Hrefna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.