Leiðinda leikhús
13.4.2008 | 13:03
Ég harkaði mér að sjá útskriftarverkið Broken Glass eða Brotið Gler í skólanum mínum í gærkvöldi. Sýningin hafði skánað mikið síðan á miðvikudaginn. En æi hvað er þetta? Verkið fjallar um hjón, bandríska gyðinga í New York sem lifa í ástlausu hjónabandi á árunum rétt fyrir seinna stríð. Hann hugsar bara um vinnuna en hún um gyðingahatrið í þýskalandi. Hann er bitur og pirraður því hann hefur verið getulaus síðast liðinn 20 ár. Hún líka pirruð yfir því og auk þess að hafa gefið upp starfsframan fyrir bitran og pirraðann eiginmann. Pirrið leiðir hana að lokum til fötlunar, og er hún í hjólastól þegar við byrjum að fylgjast með þeim. Eða reynum að fygjast með réttar sagt. Hann fer til læknisins, þeir ræða saman. Læknirinn kemur til hennar, þau ræða saman. Systir hennar fer til læknisins, þau ræða saman. Hann fer til yfirmanns sins, þeir ræða saman. Læknirnn ræðir við eiginkonu sína um lömuðu konuna. Að lokum fær eiginmaður hjartaáfall af pirringi. Hann liggur heima, konurnar ræða um hann. Hann deyr í rúminu og hún stendur upp. Leikarnir koma fram i lokin og hneigja sig skælbrosandi en ráðviltir og nær rænulausir áhorfendur klappa saman lófunum af skildurækni og gleði yfir að hafa lifað af þessa tvo og hálfa tíma. Ég veit ekki af hverju Arthur Miller ákvað að skrifa þetta verk, þaðan af síður skil ég alls ekki hvers vegna leikstjórinn að setja þetta verk upp.
En hvað með það. Lífið er fallegt.
Annars er ég með smá heimþrá, mig langar svo í skyr.
Athugasemdir
ég get nú sent þér smá skyrslettu
Mamma (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:33
ég tel þig nú bara nokkuð góðan að hafa nennt að horfa á þetta allt til enda. Ég hefði dáið úr leiðindum eftir nokkur samtöl. Vona að við þurfum aldrei að sjá þig í svona stykki
vona að heimþráin sé farin að minnka, farðu þá bara í iceland búðina hafðu það gott... kv. Hildur og Raggi
Hildur E (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.