Þetta fer allt einhvern veginn
17.4.2008 | 19:54
Jæja, er þetta ekki bara að verða búið. Ég er bókaður allar helgar og öll kvöld þar til 8 mai. Ekki sérstaklega spennandi líf, ha? Þá ætlum við reyndar að skella okkur til rómar, það er að segja ef við finnum tíma til að panta okkur miða saman. Það er svolítið erfitt að sjá fyrir endann á þessu núna. Þegar þriðja önn af tólf er rétt hafinn. Þetta kemur og fer, í dag er það komið. Þetta eða þessi hugsun aaaaaaa þetta er endalaust helvítis helvíti. Hérna er maður í nýju landi, allir sem maður þekkir eru í öðru landi. Og enginn tími til að kynnast nýju fólki. Hæ, þú ert skemmtilegur ég er laus næst eftir tvær vikur í tvo tíma, gerum eitthvað ógleymanlegt þá. Ég veit að þetta nám er að gera mér gott en eigum við ekki bara að slappa aðeins af hérna. Átta tímar á dag er bara fínt. Tólf tímar, allt í lagi endrum og eins. En dag eftir dag og stundum meir en það, er hreinlega of mikið.
En þetta tekur enda og ég mun svo sannarlega uppskera eins og ég sái. Uppskeran er hins vegar í 3 og hálfs ára fjarlægð. Þetta eru engin ljósár en í dag er þetta annsi langt í burtu.
Svona er þetta upp og niður. Meira upp en niður samt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.