Bíó og eurovision

Við vísindamennirnir fórum í gærkvöldi að sjá nýjustu Mike Leigh(Naked, Vera Dreak) myndina Happy go Lucky.Þetta var sérsýning því á eftir svaraði hann spurningum úr sal. Hann vinnur nefnilega svolítið eins og við í skólanum. Æfingaferlið er langt hjá honum og hann vinnur mikið með spuna. Til að leikarnir hafi tíma til að skapa líf persónunar sem þeir ætla að túlka. Við prógrömum hinsvegar líf persónunar sem tekur því minni tíma en kemur niður á sama stað. Myndin var fín einn útskriftarnemi úr skólanum Eddie Marsan lék eitt aðalhkutverkið. Það var innblástur að sjá einn af "okkur" á hvíta tjaldinu. Góð mynd mæli með henni. Maður er svolítið lengi að komast inn í hana en þegar inn er komið er dvölin ljúf.

Þetta eurovision myndband er eins og árshátíðar myndband einhvers menntaskólans. Flott að nota húmor en aðalbrandarinn er eurovision og ef fólk fattar það ekki þá fellur grínið um sjálft sig. Þetta byrjar vel ókei, feiti eurovisionhomminn (Draupnir sem er ekki lærður leikari) að dansa heima í herbergi. En svo birtast þau söngvararnir eins einhverjar ofurhetjur sem hafa stigið niður af himnum. Fólkið hefur engan húmor fyrir sjálfum sér. Þau eru búin að reyna komast í eurovision í 3 ár og loksins komust þau áfram. En þau eru ekki enn búin að fatta eurovision. Þetta kemur ekki til með að breyta tónlistarlegu umhverfi evrópu, þetta er svona allir fá að vera með keppni. Snakk og ídýfur, kók og bland í poka og svo allir niður í bæ að djamma. Daginn eftir eru allir þunnir af annað hvort of miklu nammi eða búsi. Og enginn vill heyra eurovisionlagið aftur. Vakna, finnið kaffiilminn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.